Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 28

Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 28
28 30. september 2010 FIMMTUDAGUR AF NETINU Skipulagt skemmdarverk Íslendingar urðu í gær vitni að stórslysi Samfylkingarinnar í beinni útsendingu frá Alþingi. Fjórir þingmenn flokksins ætluðu að veiða Sjálfstæðisflokkinn í gildru með því að beita atkvæðum sínum taktískt til að tryggja saksókn gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi. Allir vissu, að slík niðurstaða myndi leiða til þess, að þingmenn Sjálfstæð- isflokksins myndu í kjölfarið annað hvort ganga út úr Alþingishúsinu eða lýsa frati á atkvæðagreiðsluna með því að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um hina þrjá ráðherrana úr ríkisstjórn Geirs. Slík afstaða hefði leitt til sak- sóknar gegn öllum ráðherrunum og afhjúpað sjálfstæðismenn á Alþingi, sem óprúttna flokksgæslumenn. Sjálfstæðismenn höfðu hins vegar krók á móti bragði. Þeir tóku ekki þátt í sandkassaleik Samfylkingar- þingmannanna en stóðu þess í stað fast við yfirlýsta sannfæringu sína um, að ekki væri rétt að leiða neinn ráðherra úr ríkisstjórn Geirs H. Haarde fyrir Landsdóm. Eftir sitja fjórir þing- menn Samfylkingarinnar með sárt ennið. Flétta þeirra gekk ekki upp og þjóðin hefur á þeim ímugust. Sjálfsagi sjálfstæðismanna í gær var virðingarverður. Hann var ennfremur jafn útsmoginn og hann er sjaldséður. Voru það e.t.v. Skúli Helgason, Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sem féllu í gildru sjálf- stæðismanna? Skelfingarsvipurinn á Ólínu í Kastljósinu í gærkvöldi bar vitni um, að hún gerði sér grein fyrir því, að hún, ásamt félögum sínum þremur, hafði misreiknað sig hrapal- lega. Engu líkara var, en Ólína hefði séð draug. http://www.pressan.is/pressu- pennar/OlafurArnarson Ólafur Arnarson Eitt sinn töluðu menn um stjarn-fræðilegar upphæðir í efna- hagsmálum. Nú eru stjarnfræðing- ar farnir að tala um efnahagslegar tölur til að lýsa alheiminum. Vitna þá í hrunkostnað og margvíslegan stríðsrekstur. Stríðið í Írak búið að kosta þrjú þúsund milljarða doll- ara, og bankakreppan á Wall Street skammt undan, fyrir utan hrun- tölur víðar að. Afganistan ótalið. Öll þessi núll og aukastafir rugla jafnvel þá í ríminu sem glíma við sólkerfi og vetrarbrautir. Í þessu sambandi er ein tala mjög lítil: 20 milljarðar dollara. Hún er talan sem segir hve mikið vantar upp á að ríku löndin standi við loforð sín um þróunaraðstoð í ár. Lág tala á mælikvarða mannlegra mistaka, en myndi muna mikið um hana hjá fátæka fólkinu. Ekki síst hjá þeim litla milljarði manna sem lifir af 170 krónum á dag. Markmiðin forgangsraða Nú hafa leiðtogar heimsins enn fundað um svonefnd þúsaldar- markmið, sem eru skilgreining á þeim markmiðum sem menn setja sér að ná fyrir fátæku löndin árið 2015. Fimm ár til stefnu og þótt margt hafi áunnist er enn þá svo langt í land að fimm ár duga engan veginn. Aldamótin síðustu voru notuð til að spýta í lófana í þró- unarmálum, skilgreina forgangs- röðina betur og setja háleit mark- mið sem átti að ná á stuttum tíma. Kosturinn við þessi markmið er sá að þau snúast um hluti sem auð- velt er að ná samstöðu um: Hjálpa þeim sem búa við mesta örbirgð, koma í veg fyrir að konur farist úr barnsnauð, stemma stigu við hættulegum sjúkdómum, tryggja öllum börnum grunnskólagöngu og koma í veg fyrir hungur. Ókostur- inn við þau er hins vegar sá að séu þau ekki löguð að aðstæðum hverju sinni passa þau hvergi. Ísland og þúsaldarmarkmiðin Ef íslensk þróunaraðstoð í Mal- aví er skoðuð þá fylgir hún grunn- hugsun þúsaldarmarkmiðanna. Eitt þeirra er að útvega hreint vatn og hreinlætisaðstöðu. Í ár lýkur verk- efni sem gengur einmitt út á að koma upp nokkur hundruð vatns- bólum í þorpum þar sem engin voru fyrir; 20 þúsund heimili munu njóta. Í þessum mánuði verður tekin í notkun ný fæðingardeild í litlu þorpssjúkrahúsi sem Íslend- ingar hafa byggt upp. Konur sem áður fæddu á bastmottum í leirkof- um úti í þorpunum fá nú aðgang að góðri fæðingardeild og sængur- kvennaþjónustu. Spítalinn er líka með litla skurðstofu sem var opnuð fyrir tveimur árum, þar er hægt að gera keisaraskurði í neyðartilvik- um, í stað þess að bíða sjúkrabíls og aka 50 km leið. Í afskekkri sveit eru verkamenn að hefja smíði á fæðing- argangi við litla heilsugæslustöð sem þjónar 15.000 manns. Marga mánuði á ári eru allir vegir ófærir meðan regntíminn stendur og úti- lokað að koma konu í barnsnauð til aðstoðar með sjúkrabíl. Hver kona á að meðaltali sex börn svo ljóst má vera að í þessari sveit er rík þörf fyrir þjónustu af þessu tagi. Þessir hlutir stuðla að því að Mal- aví mun geta sýnt fram á lækkaða dánartíðni mæðra og ungbarna árið 2015. Ekki má gleyma að í héraðinu hafa Íslendingar byggt eða endur- gert 23 grunnskóla. Þar vinnum við líka samkvæmt þúsaldarmark- miðunum og vantar enn mikið upp á, í þessu 800 þúsund manna hér- aði eru 300.000 börn á grunnskóla- aldri og meira en helmingur hefur ekki skólastofu til að sitja í, heldur fer kennsla fram undir tré. Ólæsi er mikið í þessu héraði, meira en helmingur kvenna ólæs. Íslending- ar styrkja 90 leshringi fyrir full- orðinnafræðslu. Horft að neðan Meðan hinir háu herrar og frúr ræddu stöðu mála á þingi Samein- uðu þjóðanna gekk lífið sinn vana- gang við Malavívatn. Sjúkrabíl- arnir sem Íslendingar gáfu voru stöðugt á ferðinni. Vonast er til að gólfdúkurinn á nýju fæðingardeild- ina komist á alveg næstu daga og þá verður nýjum fæðingarbekkj- um rúllað inn. Við fengum fregnir af því að verktakinn væri kominn á vettvang til að grafa fyrir við- byggingu í heilsugæslustöðinni í sveitinni afskekktu, nú hefst kapp- hlaup við tímann því rigningarnar byrja í desember. Við sendum smot- terí af byggingarefni sem vantaði til þorpsbúa úti á mörkinni, þeir ákváðu að byggja sjálfir skólastof- ur en fengu aðstoð frá okkur með steypu og járn. Upphæðin er svo lág að hún mælist ekki á hinum stóra kvarða þúsaldarmarkmið- anna. Samt eru þessar skólastofur hluti af þeim. Það er ágætt að vita til þess að þessar áþreifanlegu og raunverulegu lífskjarabætur muni á endanum rata inn í skýrslur og verða hluti af aukastöfum og pró- sentum sem verða ræddar af kappi í þingsölum um víða veröld. Ísland og þúsaldarmarkmiðin Þróunaraðstoð Stefán Jón Hafstein umdæmisstjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar í Malaví Dalshrauni 13 og Grensásvegi 48, sími 578-9700 Allt lambakjöt kemur beint frá bónda í Öxnadal Hamborgarar, sérbökuð brauð fylgja með Tilbúnar súpur og eldaðir réttir Forréttir & eftirréttir Nú styttist í að nýr vegur um Lyngdalsheiði verði tekinn í notkun, íbúum og landsmönnum öllum til hagsbóta. Vegurinn leys- ir af hólmi hættulegan veg sem er að mestu malarvegur og þar að auki ófær mestan hluta vetrar. Af þessu tilefni sér Tryggvi Fel- ixson ástæðu til að rita grein hér í Fréttablaðið þann 24. september og fer því miður ekki allskostar rétt með. Tryggvi talar um að vegalagn- ingin brjóti í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarvið- mið. Ég veit ekki hvað það þýðir en tel mig vita að Tryggvi taki svona til orða til þess að þurfa ekki að segja að öll skilyrði náttúrvernd- ar eru uppfyllt. Vegagerðin vann mat á umhverfisáhrifum og leit- aði umsagnar svo sem vera ber hjá Umhverfisstofnun, Fornleifa- vernd ríkisins, Bláskógabyggð, Ferðamálaráði, Heilbrigðiseftir- liti Suðurlands, Landgræðslunni og Þingvallanefnd. Veglagningin var heimiluð af Skipulagsstofn- un og umhverfisráðherra að upp- fylltum skilyrðum um að fylgst yrði með mengun af völdum, eins- og það heitir, „loftaðborins köfnun- arefnis“ og hefur það verið gert. Litið var til viðmiðana sem fram koma í lögum og reglum, verndar- áætlunum, skipulagsáætlunum og í alþjóðlegum sáttmálum og fallist var á að vegurinn væri í samræmi við þessi viðmið. Rétt er að árétta að vegurinn liggur ekki innan Þingvallaþjóð- garðs og ekki á skráðu svæði heimsminjaskrár UNESCO. Breyt- ing verður vissulega á ásýnd lands en eingöngu á afmörkuðum svæð- um og hefur Vegagerðin kapp- kostað að velja veglínu þannig að verndun jarðmyndana sé tryggð og samspil haldi sér. Samkvæmt rennslislíkani eru megin straumar vatns norðar en vegstæði Lyngd- alsheiðarvegar auk þess sem engin áform eru uppi um vatnstöku á Þingvallasvæðinu. Umferð mun aukast með nýjum vegi en það hefði einnig gerst þótt haldið yrði áfram að keyra Gjá- bakkaveginn og ljóst að umferð eykst sökum þess að Þingvellir eru komnir á heimsminjaskrá S.þ. Varðandi mengun vegna umferð- ar er líklegt að hún minnki sökum þess að hraði á nýja veginum verð- ur jafnari og þar sem halli er lítill miðað við Gjábakkaveginn verður mengun minni en ella af völdum útblásturs. Umferð um þjóðgarðinn er stýrt með því að hámarkshraði er 50 km og lega vegarins ýtir undir róleg- an akstur, það mun ekki breytast. Þingvallanefnd er svo í lófa lagið að banna umferð flutningabíla um þjóðgarðinn reynist það nauðsyn- legt til verndar náttúrunni. Mikilvægast er þó að umferð- aröryggi eykst verulega auk auk- innar greiðfærni sem er hvort- tveggja keppikefli í allri vegagerð á Íslandi sem annarsstaðar. Það er rangt að mögulegt hafi verið að bæta Gjábakkaveginn enda liggur hann mun hærra í landi um hæð- óttara land. Það hefði heldur ekki orðið til þess að minnka umferð- ina. Nýi vegurinn er því byggður með langtímahagsmuni íbúa, veg- farenda, landsmanna og náttúr- unnar í huga. Rök í skötulíki Samgöngumál G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar Nú eru stjarnfræðingar farnir að tala um efnahagslegar tölur til að lýsa alheiminum. Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ung- mennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvíg- ir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berl- ín sýndist manni af fréttamynd- um ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín. Farið var í gegnum hinn fræga Check Point Charlie inn í þýska Alþýðulýðveldið. Í endurreisn- inni var um að ræða tvær borg- ir, að vísu aðskildar en þó sam- vaxnar og hvor mjög svo með sínum brag, önnur spennandi, hin grá og leiðinleg; vesturhlut- inn var birtingarmynd allsnægta fyrir hina fangelsuðu austurbúa. Ekki var útlit fyrir annað en að hin tilkomulitla Bonn yrði höf- uðborg Vestur Þýskalands um ókomin ár En 1989 féll Berlín- armúrinn, Þýskaland sameinast 3. október 1990 og með Berlín að höfuðborg þá hina sömu og fyrr- um varð til sem stórborg á keis- aratímanum. Berlín varð að rísa að nýju og gefur það borginni sérstak- an sess meðal stórborga eins og París, London og Washington. Um 80 % miðborgarinnar var eyði- mörk eftir stríðið og einu mesta byggingarátaki sögunnar er það að þakka að þarna er núna nær 4 milljóna manna glæsileg nýtísku- borg. Og höfuðborg Þýskalands, stærsta aðildarríkis Evrópusam- bandsins, sómir sér vel á vatna- skilum sinnar erfiðu fortíðar og bjartrar framtíðar nýrrar Evr- ópu. Brandenborgarhliðið sem áður var á mörkum Austur og Vestur Berlínar er táknrænt nýtt hlið við að þungamiðja Evr- ópusambandsins hefur færst til austurs. En það verður heldur ekki hlaupið frá fortíðinni. Átak- anlegt geypistórt minnismerki er um milljónir gyðinga sem myrtir voru af mönnum Hitlers. Sýnis- horn er af múrnum og Checkpoint Charlie. Því geyma Þjóðverjar þessa fortíð og sinna nýju hlut- verki. Þeirra er stærsta hagkerfi Evrópusambandsins sem hefur notið hins frjálsa innri markaðs um vöxt og viðgang undanfarna áratugi. Ein afleiðing söguþróunarinn- ar þegar Þýskaland sameinast og höfuðborgin flyst til Berlín- ar, var að samvinna Norðurland- anna tók á sig nýja og glæsilega mynd. Tekið var höndum saman um að byggja þar sameignin- lega sendiráðsskrifstofur land- anna fimm. Hvergi er sendiráð Íslands betur sett en í því sam- félagi. Höfundur átti þess kost fyrir skemmstu að heimsækja þarna hinn margreynda sendi- herra Gunnar Snorra Gunnars- son, fyrrum ráðuneytisstjóra, og starfslið hans. Ánægjulegt var að geta kynnst því að í þessu sameiginlega sendiráðasvæði hefur á röskum áratug áunnist sterk staða í Þýskalandi hvort sem er í stjórnmálatengslum, viðskiptum eða menningarlegri útbreiðslu. Og starf sendiráðs- ins í Berlín er sömuleiðis rækt eftir föngum í Póllandi, Króatíu, Serbíu og Montenegró. Sé litið til austurs er Berlín ákjósanleg- ur staður. Berlín Utanríkismál Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.