Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 32
30. september 2010 FIMMTUDAGUR32
timamot@frettabladid.is
Á þessum degi árið 1966 var lýðveldið
Botsvana stofnað en landið var áður
hluti breska verndarsvæðisins Bechu-
analands.
Botsvana er landlukt ríki í suð-
urhluta Afríku með landamæri að
Suður-Afríku í suðri, Sambíu í norðri,
Namibíu í vestri og Simbabve í norð-
austri. Kalaharíeyðimörkin nær yfir um
sjötíu prósent landsvæðisins. Höfuð-
borg Botsvana heitir Gaboróne.
Efnahagur Botsvana byggir að
mestu á nautgriparækt og námagreftri
en í landinu eru auðugar demanta-
námur.
Upphaflega var ætlun Breta að
landið færi undir Ródesíu, sem í dag
eru Simbabve og Sambía, eða Suður-
Afríku en vegna mikillar andstöðu
Tsvana var hætt við það og landið var
því áfram undir breskri stjórn þar til
það öðlaðist sjálfstæði.
ÞETTA GERÐIST: 30 SEPTEMBER 1966
Lýðveldið Botsvana verður til
JAMES DEAN (1931- 1955) lést á þessum degi
„Láttu þig dreyma eins og þú munir lifa að eilífu.
Lifðu eins og þú munir deyja í dag.“
Alþjóðadagur þýðenda er í dag en
hann hefur verið haldinn síðan 1953.
„Dagurinn er kenndur við heilagan
Híerónýmus, sem var frumkvöðull í
Biblíuþýðingum og þýddi Biblíuna úr
hebresku yfir á latínu. Sú þýðing var
kölluð Vulgata, og var notuð í hátt í
þúsund ár og fyrsta bókin sem Gut-
enberg prentaði,“ segir Rúnar Helgi
Vignisson, formaður Bandalags þýð-
enda og túlka.
„Við stofnuðum Bandalag þýðenda
og túlka á þessum degi, 30. septemb-
er 2004 þannig að það er sex ára í
dag. Nú er meiningin að reyna svolít-
ið að vekja athygli á þessum degi líkt
og vakin er athygli á öðrum alþjóð-
legum dögum af þessu tagi, eins og
til dæmis degi tungumála. Við stefn-
um að því í framtíðinni að halda upp
á þennan dag á einhvern hátt og í
þetta skiptið gerum við það með því
að halda svolítið málþing um sjón-
varps- og kvikmyndaþýðingar og
heiðra tvo frumkvöðla úr þeim geira.
Ætlunin er svo að halda þessu áfram
og taka fyrir einhvern geira þýðinga
á hverju ári. Aðeins að vekja athygli á
þýðingum, hinum ýmsu þýðingum því
það eru margs konar þýðingar sem
eru stundaðar. Almenningur tekur
kannski mest eftir bókmenntaþýð-
ingum og sjónvarpstextunum en það
er fólk úti um allt samfélag sem er að
þýða þó að það kalli sig ekki endilega
alltaf þýðendur. Það var til dæmis
bara innanhússfólk í tölvufyrirtækj-
um sem þýddi mikið af tölvuumhverf-
inu sem við notum nú til dags og fann
frábærar þýðingarlausnir. Þannig er
þetta í mörgum geirum,“ segir Rúnar
Helgi.
Málþingið í Þjóðminjasafninu verð-
ur haldið á milli klukkan 15 og 17 í
dag. „Okkur þykir alltaf við hæfi að
vera þar því að orðin þjóð og þýða eru
náskyld og að þýða þýðir í rauninni
að gera þjóðinni skiljanlegt, færa úr
einum menningarheimi yfir í annan
og þýðendur hafa haft gríðarleg áhrif
á íslenska tungu.“ emilia@frettabladid.is
ALÞJÓÐADAGUR ÞÝÐENDA: MÁLÞING Í ÞJÓÐMINJASAFNINU
Hafa mikil áhrif á íslenskuna
Í tilefni af tveggja ára
afmæli efnir Búrið til
veislu, þar sem fagur-
skreyttar kökur og ísköld
mjólk verður á boðstólum.
Búrið, sælkerabúð sem
selur allt frá ostum og ólíf-
um til smuráleggs, heldur
upp á tveggja ára starfsaf-
mæli sitt. Búrið, sem er í
Nóatúni 17, býður af þessu
tilefni til afmælisveislu
næstkomandi laugardag,
þar sem viðskiptavinum og
öðrum velunnurum Búrs-
ins verður boðið í köku-
boð. Áslaug Snorradóttir
sér um veitingarnar, en á
boðstólum verða gómsæt-
ar kökur og íslensk mjólk,
allt í bleiku og bláu eins og
ekta tveggja ára afmæli
sæmir. Á afmælisdaginn
verður opið í Búrinu frá 12
til 18 að venju og eru allir
velkomnir til veislunnar.
- jbá
Afmælisveisla Búrsins
Búrið býður upp á ýmsar
sælkeravörur, allt frá ostum til
áleggs.
RÚNAR HELGI Formaður Bandalags þýðenda og túlka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, pabba, tengdapabba,
afa og langafa,
Odds Benediktssonar,
Lambhaga 12, Álftanesi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknardeildar
Landspítalans sem annaðist hann af alúð sem okkur
gleymist aldrei.
Hólmfríður R. Árnadóttir
Kolbrún Þóra Oddsdóttir Guðmundur Jónsson
Hákon Már Oddsson
Árni Geir Pálsson Soffía Waag Árnadóttir
Kári Pálsson Guðrún María Ólafsdóttir
Guðrún Oddsdóttir Árni Maríasson
Katrín Oddsdóttir Kristín Eysteinsdóttir
afabörn og langafabarn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, dóttir, tengdadóttir, systir,
mágkona og amma,
Agnes Ármannsdóttir,
Guðnýjarbraut 15, Innri-Njarðvík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laug-
ardaginn 25. september, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju, föstudaginn 1. október kl. 11.00.
Helgi G. Steinarsson
Helga Auðunsdóttir Hafþór Hilmarsson
Anita Auðunsdóttir Kristján Á. Baldursson
Sigurbjörg Auðunsdóttir Ævar Sveinn Sveinson
Sigurbjörg Stefánsdóttir
Bára Helgadóttir
Jóhanna Helgadóttir
Linda Helgadóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar,
Hulda Snorradóttir
frá Dagverðartungu,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð 27. september. Útförin
verður auglýst síðar.
Gylfi Pálsson Ragna Pálsdóttir
Gísli A. Pálsson Snjólaug Pálsdóttir
Snorri Þ. Pálsson
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
Jens Sævar Guðbergsson,
Garðbraut 83, Garði,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju föstudaginn
1. október klukkan 14.00. Einnig verður sent út frá
athöfninni í sal Gerðaskóla, Miðgarði. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
reikn: 301-26-545 kt: 630591-1129.
Ólöf Hallsdóttir
Sveinn Magni Jensson Dagmar María Hrólfsdóttir
Jens Óli Jensson Harpa Mjöll Magnúsdóttir
Sveinborg Petrína Jensdóttir Ólafur Ómarsson
Særún Thelma Jensdóttir Bjarni Páll Tryggvason
Hallur Þór Jensson
Sævar Gunnóli Sveinsson
Agnes Gunnþóra Sveinsdóttir
Elvar Unndór Sveinsson
Júlía Mjöll Jensdóttir
Ísak Helgi Jensson
Ólöf Sólveig Ólafsdóttir
Bergrún Dögg Bjarnadóttir
Sæþór Elí Bjarnason
Svandís Huld Bjarnadóttir
Brynhildur Þöll Bjarnadóttir
Merkisatburðir
1611 Gústaf 2. Adolf verður konungur Svíþjóðar.
1936 Á Suðvesturlandi verður mikið tjón vegna sjávarflóða.
1941 Lokið við höggmyndirnar af fjórum forsetum Bandaríkjanna
í Rushmore-fjalli.
1983 Fyrstu frjálsu kosningarnar haldnar í Argentínu eftir sjö ára
herforingjastjórn.
1985 Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
kemur í opinbera heimsókn til Íslands.
2006 Síðasta skipið afgreitt úr Daníelsslipp í Reykjavíkurhöfn.
2008 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vinnur það írska 3-
0 á Laugardalsvelli og kemst þar með í úrslitakeppni EM
2009, fyrst íslenskra A-landsliða í knattspyrnu.