Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 35

Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 35
FIMMTUDAGUR 30. september 2010 3 Franska tískutímaritið Vogue fagnar níutíu ára afmæli sínu með útkomu sex hundruð síðna blaðs sem meðal annars fylgir fjöldi stórra mynda sem hægt er að ramma inn. Af sama tilefni var á síðasta ári haldin sýning á Champs-Elysée-breiðgötunni þar sem sýndar voru eftirprentanir af nærri 90 ára forsíðusögu tímarits- ins, einu ári fyrir afmælið sem verður að teljast sérkennilegt. Þessi biblía frönsku tískunnar hefur að sjálf- sögðu tekið miklum breytingum á þessum tíma. Strax frá upphafi árið 1920 voru forsíður Vogue vitnisburður um samtímann þar sem þær voru í anda þess helsta sem einkenndi samtímalist á þessum tíma allt fram að seinni heimstyrjöld- inni. Oft voru þetta teikningar listamanna eins og Pierre Roy, Georges Lepage eða Edouardo Benito. Eftir stríð eru það ljósmyndararnir sem taka við og listinn er langur, allt frá Doisneau til Mondino, Mario Testino, David Bailey og svo mætti áfram telja. Bailey átti meira en hundrað forsíðumyndir hjá Vogue en það er franska leikkonan Catherine Deneuve sem hefur oftast prýtt forsíður blaðs- ins, hvorki meira né minna en fjörutíu sinnum. Á eftir fylgja svo Brigitte Bardot, Sophia Loren, Marilyn Monroe og Grace Kelly. Á sjötta og sjöunda áratugnum breytist blaðið í takt við tímann og það umbrotaskeið sem gekk yfir og myndirnar um leið. Smám saman sést meira hold og naktar fyrirsætur skjóta upp kollinum. Árið 1969 er það Guy Bourdin sem tekur frægar myndir af Fran- çoise Sagan fyrir desemberblaðið en þessi efnisþáttur verður svo fast- ur liður og ekki ómerkilegri gestir en Hitchcock, Salvador Dali, Roman Polanski, Marlène Dietrich og jafnvel Nelson Mandela og Dailai Lama fylgja í kjölfarið. Þessi eintök Vogue eru að sjálfsögðu fyrir löngu ófáanleg og seljast dýru verði á netinu, ekki síst jólablaðið 1992 með Dalai Lama. Á árunum fyrir og eftir 2000 var Tom Ford vinsæll hjá Gucci og svo seinna hjá Yves Saint Laurent en þá komst hið svokallaða porno- chic í tísku bæði í auglýsingum og myndatökum og því miður verður að segjast eins og er að afmælisritið er töluvert undir þessum áhrifum og reyndar ótrúlegt að varla er nokkuð að finna í afmælisútgáfunni sem er eldra en frá sjöunda áratug síðustu aldar þó tímaritið fagni 90 árum. Reyndar, þegar betur er að gáð, er nærri helmingur þessara sex hundr- uð blaðsíðna auglýsingar, sem reyndar einkennir flest tískurit í dag. Á sama tíma er listin nánast horfin af síðum blaðsins. bergb75@free.fr Samtímasaga tískunnar í níutíu ár Dolce & Gabbana frumsýndu fágaða brúðarkjólalínu sína fyrir vorið 2011. Nýjasta lína tískutvíeykisins Dolce & Gabbana var frum- sýnd um síðustu helgi og gat þar að líta brúðarkjólalínu fyrir vorið 2011. Línan, sem var nánast öll í hvítu, var fáguð, en þrátt fyrir að vera í lit skírlíf- isins voru kjólarnir kynþokka- fullir og langt frá því að vera sakleysislegir. Línan saman- stóð af bæði síðum og stuttum blúndukjólum, híalínssloppum og nærbuxum auk prjónaðra bómullarkjóla sveipuðum fín- legum ljóma. Tvíeyk- ið lagði mikið upp úr því að kjólarnir nytu sín til fullnustu og því var lítið um glingur eða glys í þessari vorlínu Dolce & Gabbana. Línan var rómantísk og látlaus og voru fyrirsæt- urnar lítið skreyttar, með hárið greitt aftur í kæru- leysislegum stíl og náttúru- leg fegurð þeirra skein í gegnum lítinn farða. - jba Rómantík og fágunÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Kjólarnir voru bæði stuttir og síðir. Fyrirbærið ofurfyrirsæta kom fyrst upp á níunda áratugnum, en orðið merkir konulíkama með X-lögun og ótrúlega hæfileika til að fara í alls konar gervi. Heimild: Tíska aldanna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.