Fréttablaðið - 30.09.2010, Side 40

Fréttablaðið - 30.09.2010, Side 40
 30. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR Dömu gallabuxur Verð: 7.490 kr. Dömu gallabuxur Verð: 7.490 kr. Herra gallabuxur Verð: 9.790 kr. Herra gallabuxur Verð: 10.490 kr. Gallabuxur, létt efni og harem- buxur er það sem er mest áberandi í Next þegar buxna- tíska haustsins er skoðuð. Þar er Hafdís Runólfsdóttir öllum hnútum kunnug. „Gallabuxur eru alltaf vinsælar, bæði hjá dömum og herrum,“ segir Hafdís, verslunarstjóri í Next. „Eins eru harem-buxur vinsælar í dömudeild. Þær eru úr þunnu, léttu bómullarefni, dálítið víðar yfir mjaðmir og þrengjast aðeins niður. Við eigum þær bæði síðar og svo styttri sem fara vel með stígvélum. Síða týpan er til í mynstruðu og svörtu og sú styttri í mosagrænu, hvítu, bláu og svörtu.“ Við erum líka með úrval af fínni buxum. Yfirleitt eru þær örlítið víðar, einstaka með fellingum undir strenginn en flestar eru með bootcut-sniði með aðeins vídd yfir legginn. Oft er hægt að fá dragtarjakka við.“ Hafdís upplýsir að verðið á dömu- gallabuxum í Next sé frá 6.000 upp í 10.000 þúsund. Hún nefnir nokkr- ar týpur og lýsir mismun þeirra. „Bootcut eru langvinsælastar og henta flestum konum. Þær eru þröngar yfir lærin en víkka frá hnjám. Það er snið sem grennir lærin og lengir fótleggina. Skinny- buxurnar eru líka vinsælar. Þær eru alveg þröngar niður og yngri konurnar aðhyllast þær en við hvetjum allar til að prófa. Slim fit eru þröngar með frekar beinu sniði og slim flare eru alveg þröngar en víkka talsvert frá hnjám. Síðan eru það boyfriend sem eru dálítið víðar og sitja á mjöðmunum.“ „Í herradeildinni eru svokallað- ar cargo-buxur úr bómull vinsæl- ar, þær eru sportlegar, léttar og þægilegar og fínni buxur seljast líka alltaf vel, bæði stakar og sem hluti af jakkafötum,“ tekur Haf- dís fram. „Gallabuxurnar eru þó alltaf á toppnum og verðið er frá 6.000 upp í 12.000 krónur. Marg- ir kaupa tvennar í einu því þær eru svo ódýrar.“ segir hún og lýsir týpunum. „Boot fit eru vinsælustu gallabuxurnar í herradeildinni, að- eins útvíðar og henta flestum karl- mönnum. Önnur vinsæl týpa er straight leg. Þær sitja frekar neð- arlega en eru með beinar skálm- ar og koma sterkar inn fyrir vet- urinn. Low rise loose eru frekar lágar en víðar og loose fit mjög svipaðar. Báðar henta vel karl- mönnum með mikil læri, enda taka íþróttamenn þær gjarnan. Slimm- er leg boot eru þröngar niður að hné og víkka aðeins yfir fótlegg- inn og slim fit sitja neðarlega og eru þröngar niður. Þær höfða enn mjög til ungu strákanna.“ Hafdís segir litina í mörgum bláum tónum en dekkri buxurnar falla betur í kramið eins og er. „Númer eitt, tvö og þrjú er að finna snið sem hentar vexti hvers og eins,“ segir hún. „Því er um að gera að prófa mismunandi týpur og njóta ráðlegginga starfsfólksins.“ Snið fara heldur víkkandi „Númer eitt, tvö og þrjú er að finna snið sem hentar vexti hvers og eins,“ segir Hafdís. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Next er verslun fyrir alla fjöl- skylduna. Í dömu-, herra- og barnadeild má finna fjölbreytt úrval af vörum, allt frá sokkum og nærfötum upp í yfirhafnir og fylgihluti. Barnadeildin er ein sú stærsta á landinu og þar er gott úrval af vönduðum fatnaði á góðu verði. Starfsfólk verslunarinnar leggur sig fram við að veita góða þjónustu og aðstoða viðskipta- vininn við að finna fatnað og snið sem henta hverjum og einum. Það er gott að gefa sér góðan tíma til þess að máta fatnað og vera opinn fyrir nýjungum og prófa ný snið. Útkoman kemur oft skemmtilega á óvart. Einnig er hægt að máta vörurnar betur heima því skila- frestur á vörum er fjórtán dagar og hægt er að fá vörur endur- greiddar innan sjö daga gegn framvísun kassakvittunar. Á Fac- ebook-síðu Next eru oft ýmis til- boð í gangi og kynningar á nýjum vörum svo að það er um að gera að vera vinur Next á Facebook og fylgjast með því sem er í gangi. Í dag (fimmtudag) er opið til mið- nættis í Kringlunni og eru allar vörur í Next með 25 prósenta af- slætti til miðnættis. Fyrir alla fjölskylduna Í Next í Kringlunni. Allar vörur þar eru með 25 prósenta afslætti í dag, fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.