Fréttablaðið - 30.09.2010, Síða 54

Fréttablaðið - 30.09.2010, Síða 54
38 30. september 2010 FIMMTUDAGUR38 menning@frettabladid.is Myndlistarkonan Hrafn- hildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tví- æringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur- Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítla- borginni. „Ég hafði heyrt mjög mikið um þessa virtu hátíð og var því mjög ánægð þegar mér var boðið að vera með. Ég setti til að mynda upp einkasýningu í London á síð- asta ári og þar á bæ þótti fólki mikið til þess koma að ég tæki þátt í Liverpool-tvíæringnum,“ segir Hrafnhildur Arnardótt- ir myndlistarkona, sem einnig gengur undir nafninu Shoplifter, en þessa dagana sýnir hún verk sín á einni stærstu nútímalistahá- tíð í Vestur-Evrópu. Innsetning Hrafnhildar er til húsa í Novas-center menningar- setrinu, en þar sýna listamenn frá löndum á borð við Palestínu og Litháen verk sín, auk þess sem öll Norðurlöndin eiga sína fulltrúa á hátíðinni í svokölluðum Norður- landaskála. List Hrafnhildar verð- ur til sýnis fram í desember og á þeim tíma munu fjöldamargir list- unnendur leggja leið sína í húsið, enda hátíðin afar vinsæl víða um heim. Hrafnhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og flutti árið eftir til New York, þar sem hún stundaði mast- ersnám í myndlist og hefur alið manninn síðan. „Ég er mjög lán- söm því þar er ég með vinnustofu og hef getað sinnt listinni og sýnt mjög mikið. Bæði hef ég verið með einkasýningar víða um heim og einnig tekið þátt í samstarfsverk- efnum og fleiru, svo það er alltaf nóg að gera. Svo vann ég líka hár- skúlptúr sem Björk Guðmunds- dóttir var með á umslagi plötu sinnar Medúlla, sem var mjög skemmtilegt,“ segir Hrafnhildur. Eiginmaður Hrafnhildar er pólskur og eiga þau tvö börn. „Við förum til Íslands og Póllands á sumrin og þetta er mikið ævin- týri.“ Að undanförnu hefur Hrafnhild- ur unnið mikið með eld og hár, sem eru ráðandi í innsetningu hennar á tvíæringnum. „Ég reyni eftir fremsta megni að búa til hádram- atísk verk sem má í raun líkja við óperur,“ segir listakonan. „Það er erfitt að líkja eftir eldi, en ég nýti ljósmyndir af glóð og eldi sem ég tók í Póllandi og prenta svo á gagnsæjan pappír og klippi til að ná þessum krafti úr iðrum jarð- ar sem ég hrífst mikið af,“ segir Hrafnhildur, en hún kannar einnig list- og myndræna möguleika hárs í verkum sínum og notar til þess bæði mannshár og gervihár. „Ég nýt þess að vinna á gráu svæði og fara yfir mörk listgreinanna,“ segir Hrafnhildur. kjartan@frettabladid.is Ég reyni eftir fremsta megni að búa til hádramatísk verk sem má í raun líkja við óperur. FRAMLENGT Í NÝLISTASAFNINU Nýlistasafnið hefur ákveðið að framlengja sýningu á verki Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar, „Lobbyists“, til 9. október. Í verkinu draga listamennirnir upp mynd af þrýstihópum eða lobbíistum við störf í Brussel og Strassborg þar sem þeir vaka yfir og reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku Evrópusambandsins Nýútkomið hefti Ritsins er helgað safnafræðum. Þetta fyrsta tölublað ársins hefur að geyma greinar eftir sjö höfunda sem nálgast söfn frá ólíkum sjónarhornum. Höf- undar efnis eru þau Ástráður Eysteinsson bókmenntafræð- ingur, Valdimar Tr. Haf- stein þjóðfræðingur, Loftur Atli Eiríksson menningarfræðing- ur, Tinna Grétarsdóttir mannfræð- ingur, Katla Kjartansdóttir þjóð- fræðingur og Alma Dís Kristinsdóttir menntunar- fræðingur. Hannes Lárusson, mynd- listarmaður, er svo með myndaþátt sem hann nefn- ir „Doodling“ og leggur þar út af kroti í skjóli hrunsins. Ritstjórar heftisins eru þau Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnafræðingur, og Sigurjón Bald- ur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands. Safnafræði í Ritinu Myndlist: ★★ Níu, samsýning níu lista- manna í Gerðarsafni Gerðarsafn Sýningarstjóri: Birta Guðjóns- dóttir Listamennirnir níu sem nú sýna í Gerðarsafni eiga það sameigin- legt að hafa útskrifast úr listnámi á síðustu árum, hér á landi og erlendis. Nokkur þeirra eru með MFA-gráðu eða eru í slíku námi. Algengur námsferill myndlist- armanna í dag er listnámsbraut í menntaskóla, síðan þriggja ára nám við Listaháskólann og loks tveggja ára MFA-nám erlend- is, það er misjafnt hvert fólk fer þá helst. Listnám er síðan að því leyti frábrugðið öðru háskólanámi að sían er mjög þröng, aðeins brot af þeim sem sækja um kemst að í náminu. Þessir listamenn sem hér sýna, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Etienne de France, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Helga Björg Gylfadóttir, Logi Bjarnason, Páll Haukur Björnsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Styrmir Guð- mundsson, eiga það sameigin- legt að hafa verið í listnámi eða við upphaf ferils síns á miklum umbrotatímum í samfélaginu, þau hafa fylgst á virkan hátt með því hugmyndafræðilega hruni sem átti sér stað og er enn í gangi dag hvern. Verk þeirra fjalla svo til öll um samfélag í krísu. Efnistökin endurspegla fjöl- breytileika samtímalistarinnar en fjölbreytnin er ekki til þess að styrkja sýninguna í heild. Það er synd, því framtakið er flott og listamennirnir hver um sig hafa mikið fram að færa. Þau eru hins vegar hugsanlega of ólík, og sum kannski of stutt komin á ferlinum, til þess að ná að skapa sýningu sem fangar áhorfandann, hvort sem það væri hugmyndalega, sjónrænt eða tilfinningalega. Verkin vinna illa saman og ná ekki að miðla hug- myndum þeirra, þær koma betur fram í vel unninni sýningarskrá. Eitthvað virkar ekki, kannski er það uppröðun verka í salina, eða samsetningin á listamönnum sem vinna í of ólík efni, þau eru kannski ekki að sýna sín sterkustu verk, eða dýnamíkin komst ekki í gang. Að minnsta kosti er erfitt að ná sambandi við sýninguna og heild- in skilur minna eftir sig en hvert einstakt listaverk. Verkin eru líka nokkuð tvískipt, þar sem annars vegar ríkir hugmyndafræði sem minnir á uppruna hugmyndalistar í list Joseph Kosuth og ljær sýning- unni blæ liðins tíma en hins vegar list sem sækir meira til expressi- onisma og hrárra efnisaðferða sem virkja skynjun áhorfandans. Að öðrum ólöstuðum stendur verk Helgu Bjargar Gylfadóttur upp úr á sýningunni, það er gríp- andi og virkjar rýmið á óvæntan hátt, skapar mynd, segir sögu og í því má einnig finna kjarna sýning- arinnar, hlutskipti íslensku þjóðar- innar sem velkist um í björgunar- bát á opnu hafi. Niðurstaða: Einstök listaverk eru áhugaverð, framtakið er lofs- vert en niðurstaðan er brotakennd heild sem erfitt er að ná sambandi við. Brotakennd sýning ungra listamanna Býr til myndrænar óperur KRAFTUR Hrafnhildur hrífst af kraftinum í iðrum jarðar og nýtur þess að vinna á gráa svæðinu milli listgreinanna. Hér er hún við uppsetningu eins verka sinna á Liverpool- tvíæringnum. FRÉTTABLAÐIÐ/KJARTAN NÍU ER SAMSÝNING NÍU LISTAMANNA Í GERÐARSAFNI. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Arsenikturninn - kilja Anne B. Ragde Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbol/Agnete Frills Kvöldverðurinn - kilja Herman Koch Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg Ranghugmyndin um guð Richard Dawkins Blóðnætur - kilja Åsa Larsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 22.09.10 - 28.09.10 Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Þríforkurinn - kilja Fred Vargas Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. Svona á að... Derek Fagerstrom/Lauren Smith

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.