Fréttablaðið - 30.09.2010, Side 58

Fréttablaðið - 30.09.2010, Side 58
42 30. september 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Eitt af þeim nýju nöfnum sem hafa verið að vekja athygli í poppheim- inum undanfarið er suðurafríska hljómsveitin Die Antwoord. Nafnið þýðir „Svarið“ á tungumálinu Afrikaans. Meðlimir Die Antwoord eru ekki stæltir Zulu-menn með þjóðlegar trumbur eða heimasmíðaða belg- gítara, heldur horað- ir hvítir úthverfabúar sem búa til dansvænt hip-hop með nýjustu tölvugræjum. Hljómsveitin var stofnuð í ársbyrjun 2009 í Höfðaborg og hana skipa rapparinn Ninja, söngkonan Yo- Landi Vi$$er og takta- smiðurinn Hi-Tek. Þau tóku upp sína fyrstu plötu $O$ í fyrra og gáfu hana á vefsvæði sveitarinnar. Þau gerðu líka myndband við lagið Enter The Ninja, en níu mánuðum eftir að það var sett á Netið sló það svo rækilega í gegn að hýsingaraðili vefsins neyddist til að loka honum. Hann hefur nú fengið nýjan hýsil. Die Antwoord gerði samn- ing við Universal sem gaf út fimm laga stuttskífu með henni í sumar. Tvöföld útgáfa af $O$ er svo væntanleg í október. Hvað er það svo veldur vinsældum Die Antwoord? Fljótlegast til að nálgast svar við því er að skoða myndbandið þeirra við Enter The Ninja og kynningarmyndina Zef Side sem auðvelt er finna á Netinu. Tónlistin er grípandi og frísklegt reif-litað hip-hop, en útlitið og tilþrif- in hjá meðlimunum hafa mikið að segja líka. Þau eru svo ýkt að manni dettur fyrst í hug að þetta sé nýtt efni frá Ali G. Stemningin er svona „hvítt rusl“ í tíunda veldi, en því fleiri viðtöl við þau sem maður heyr- ir, þeim mun betur sér maður hvað þau eru klár ... Öðruvísi afrískir taktar HVÍTT RUSL Antwoord er eitt af forvitnilegustu nýju nöfnunum í poppinu. > Plata vikunnar The Walkmen - Lisbon ★★★★ „Frábær plata sem verður vafalaust á mörgum listum yfir plötur ársins.“ -afb > Í SPILARANUM Jónas Sigurðsson - Allt er eitthvað Swords of Chaos - The End Is As Near As Your Teeth Robert Plant - Band Of Joy Sing For Me Sandra - Apollo´s Parade Sufjan Stevens - Age of Adz JÓNAS SIGURÐSSON ROBERT PLANT Útgáfutónleikar rokksveitarinnar Swords of Chaos verða haldnir annað kvöld í tilefni af fyrstu plötu sveitarinnar, The End Is As Near As Your Teeth, sem kom út í síðustu viku á vegum Kimi Records. „Við erum búnir að vera að spila saman örugglega í þrjú ár. Elstu lögin eru orðin ansi gömul þannig að við erum voða fegnir að geta farið að huga að einhverju nýju eftir þetta,“ segir Úlfur Hansson, liðsmaður sveitarinnnar. Tónlist Swords of Chaos er kraftmikil og ágeng. Úlfur vill samt ekki flokka hana sem þungarokk. „Við erum engir þungarokkarar í okkur. Þetta er þunga- rokk fyrir þá sem fíla ekki þungarokk,“ segir hann. „Ætli þetta flokkist ekki undir harðkjarnatónlist en við erum ekkert inni í henni. Enginn okkar er eitthvað að hlusta á svoleiðis tónlist.“ Þess má geta að blásturs- hljóðfæri koma við sögu í þremur lögum á plötunni og mun blásturssextett einmitt spila á útgáfutónleikun- um. Úlfur er nýkominn til landsins eftir að hafa spilað á bassa með Jónsa á tónleikaferð hans um heiminn. „Við höldum áfram eftir Airwaves og förum til Norður- Ameríku. Þetta er búið að vera ótrúlegt. Ég hef aldrei farið á svona túr áður.“ Hann viðurkennir að það séu viðbrigði að færa sig frá hinum poppaða Jónsa yfir til Swords of Chaos. „Það er mjög hressandi.“ Útgáfutónleikarnir verða á Faktorý Bar og hefjast klukkan 22. Einnig stíga á svið Logn, Markús & The Diversion Sessions og Reykjavík!. Forsala miða er í Havaríi og er miðaverð 1.000 kr. - fb Erum engir þungarokkarar SWORDS OF CHAOS Rokksveitin heldur útgáfutónleika á Fakt- orý Bar annað kvöld. Indí-poppararnir í The Antlers spila á Airwaves- hátíðinni í október. Íslensk tónlist er forsprakkanum Peter Silverman afar hjart- fólgin. The Antlers spilar á Iceland Air- waves-hátíðinni í næsta mánuði. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og forsprakki hennar er Peter Silverman. „Ég hef verið að semja og taka upp í langan tíma, mestan hluta ævi minnar. Ég flutti til New York 2006 og þá fór ég að nota nafnið The Antlers. 2007 fór ég að safna saman fleirum í hljóm- sveitina á meðan ég var að taka upp Hospice,“ segir Silverman í viðtali við Fréttablaðið. Platan Hospice kom út í fyrra og vakti mikla athygli á The Antl- ers fyrir vel heppnað indí-poppið. Sumir gagnrýnendur töldu hana eina af betri plötum síðasta árs. „Ég gerði plötuna því mér fannst ég þurfa á því að halda. Umfjöll- unarefnið á plötunni skipti mig miklu máli en ég bjóst ekki við því að nokkur myndi vilja hlusta á hana. Síðan fékk platan góðar viðtökur og það hefur gert okkur kleift að vera á stöðugri tónleika- ferð og lifa af tónlistinni. Ég er mjög ánægður með það og ég gæti ekki beðið um neitt betra,“ segir Silverman og útskýrir að Hospice fjalli um samband á milli tveggja manneskja sem hefur eyðilegg- ingarmátt í för með sér. Tónleikaferðin til að fylgja eftir Hospice stóð yfir í tvö ár og gekk vel. Núna er The Antlers komin heim til New York og er að taka upp næstu plötu. Silverman von- ast til að ljúka við hana á þessu ári og tekur fram að upptökurn- ar muni ekki taka jafnlangan tíma og við gerð Hostice, eða eitt og hálft ár. Á tónleikaferðinni hituðu Silver- man og félagar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Edit- ors og The National. „Að hita upp fyrir Editors gaf okkur tækifæri til að sjá hvernig það er að vera í stærri hljómsveit og spila í stór- um tónleikahöllum,“ segir hann og bætir við: „Ég hef verið aðdá- andi The National í mörg ár og lít mjög upp til þeirra. Það var mikil reynsla fyrir mig að fylgjast með hvernig þeir spila. Ég held að þessi reynsla hafi gert okkur að betri hljómsveit því við vildum sýna að við værum þess verðugir að spila með þeim.“ Silverman hlustaði mikið á My Bloody Valentine og Goodspeed You! Black Emperor á meðan á gerð Hospice stóð. Núna hlustar hann mikið á raftónlist, djassað síðrokk og Bítlana. Íslensk tónlist er honum einnig hjartfólgin, sér- staklega Sigur Rós. „Ég hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár,“ segir hann og nefnir Björk og múm einnig til sögunnar. „Marg- ar hljómsveitir hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskri tónlist og það er hluti af ástæðunni fyrir því að við ákváðum að koma á Iceland Airwaves,“ segir hann. freyr@frettabladid.is HLUSTAÐI Á SIGUR RÓS Á HVERJUM DEGI Í MÖRG ÁR THE ANTLERS Hljómsveitin The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. Peter Silverman er í miðjunni. NORDICPHOTOS/GETTY Will Berman, trommuleikari MGMT, struns- aði af sviðinu á tónleikum í Manchester eftir að glasi með þvagi var kastað í hann. New York-sveitin var að spila lagið The Handshake undir lok tónleikanna þegar atvik- ið átti sér stað. Berman var ekki skemmt og yfirgaf sviðið í mikilli bræði. Hann neitaði að snúa aftur þrátt fyrir að félagar hans í hljóm- sveitinni grátbændu hann um að klára tón- leikana með þeim. Fyrst tóku þeir reyndar ekki eftir því að hann var horfinn en síðan kláruðu þeir giggið án hans. Þeir spiluðu samt ekki eftir uppklappið og sýndu Berman þannig stuðning sinn í verki. Stutt er síðan hljómsveitirnar Guns N´Ros- es og Kings Of Leon stöðvuðu tónleika sína vegna óvæntra uppákoma. Fyrst var plast- flöskum kastað í átt að Guns N ´Roses á tón- leikum í Dublin og síðan þurftu Kings Of Leon að yfirgefa sviðið í St. Louis Missouri vegna fugladrits-árásar frá dúfnahópi sem sveimaði yfir þeim. Trommari varð fyrir þvagárás MGMT Trommari MGMT strunsaði af sviðinu eftir að glasi með þvagi var kastað í hann. Tónleikaferðin eftir útgáfu Hospice stóð yfir í tvö ár.2 Jafnréttisviðurkenning 2010 Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviður- kenningar fyrir árið 2010. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er þema Jafn- réttisráðs árið 2010. Því verður sérstaklega horft til þátta sem kynnu að snerta þemað. Jafnréttisráð vonast eftir tilnefningum sem víðast að og minnir á nauðsyn þess að vekja athygli á verkum eða aðgerðum í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja þannig til frekari dáða. Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 15. október n.k. til Jafnréttisráðs, Borgum, 600 Akureyri, í síma 460 6200, eða tölvupósti jafnretti@jafnretti.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.