Fréttablaðið - 30.09.2010, Side 66
50 30. september 2010 FIMMTUDAGUR
Bandaríkjamaðurinn Austin
Lucas er mættur til landsins og
hyggst koma fram á fernum tón-
leikum.
„Hann er rísandi stjarna í
þessum svokallaða „alt country“
bransa,“ segir Egill Kári Helga-
son, sem flytur kappann inn.
„Pabbi hans, Bob Lucas, hefur
meðal annars unnið mikið með
Alison Krauss.“
Lucas kemur fram á Café Ros-
enberg í kvöld og á Dillon á morg-
un. Á laugardaginn kemur hann
fram á Vatnssafninu í Stykkis-
hólmi og á sunnudaginn kemur
hann fram á Langa Manga á Ísa-
firði.
„Bæði Reykjavíkurgiggin verða
með Árstíðum, Svavari Knúti, og
bluegrass bandinu Woodcraft,“
segir Egill. „Stykkishólmsgigg-
ið verður sérstakt að því leyti
að hljómsveitirnar Endless Dark
af Snæfellsnesinu og Reason To
Believe úr Keflavík munu koma
fram órafmagnaðar. Einnig munu
tónleikarnir verða hljóðritaðir og
gefnir út seinna“
SPILAR MEÐ LUCAS Hljómsveitin End-
less Dark kemur órafmögnuð fram með
Austin Lucas um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Austin Lucas á Íslandi
Hinn bráðfyndni Seth Rogen og
kærastan hans til sex ára, leik-
konan Lauren Miller, trúlofuðu
sig í síðustu viku. Eftir að Rogen
fór á skeljarnar héldu þau til
Boston þar sem þau fögnuðu í
faðmi fjölskyldunnar.
Heimildarmaður tímaritsins
Life & Style segir að Miller hafi
verið farin að gefa upp vonina
um að Rogen myndi setja hring
á fingur hennar. „En fjölskylda
hennar dáir hann og er mjög
spennt fyrir því að skipuleggja
brúðkaup,“ segir hann.
Rogen hefur lítið tjáð sig um
einkalíf sitt en hefur engu að
síður látið hafa eftir sér að hann
eigi kærustu sem sé miklu sætari
en hann eigi skilið.
Seth Rogen
trúlofaður
TRÚLOFUÐ Seth Rogen segir að unn-
ustan Lauren Miller sé allt of sæt fyrir
hann.
Leikarinn Shia LaBeouf segir að
frægð sín hafi orðið til þess að
hann styrkti sambandið við föður
sinn Jeffrey. LaBeouf missti sam-
bandið við föður sinn í nokkur ár
eftir að foreldrar hans skildu en
núna hefur orðið breyting þar á.
„Pabbi var aldrei til staðar vegna
þess að hann var að reyna að selja
eiturlyf til að framfleyta okkur.
Mamma var heldur ekki til stað-
ar vegna þess að hún reyndi að
selja bæklinga í garðinum til að
halda okkur á floti,“ sagði leikar-
inn. „Þau höfðu aldrei tíma fyrir
hvort annað og þau hættu að vera
ástfangin. Það eyðilagði líf mitt í
langan tíma. Ég er ekki sá fyrsti
sem gengur í gegnum svona lagað
en ég kenndi sjálfum mér um
þetta.“ Hann segir að frægðin sem
hann öðlaðist fyrst árið 2000 hafi
orðið til þess að faðir hans hafði
aftur samband við hann.
Hittir pabba á ný
SHIA LABEOUF Leikarinn segir að frægð
sín hafi styrkt samband sitt við föður
sinn.
Raunveruleikastjarnan Kim
Kardashian hefur útskýrt hvers
vegna hún fór í botox-aðgerð í
sjónvarpsþætti sínum. Hún hafði
áður haldið því fram að konur á
hennar aldri þyrftu ekki á slíku
að halda. „Ég var ekki ánægð
með útkomuna,“ sagði hún. „En
ég verð þrítug á þessu ári. Ég
var stressuð út af því og þetta
langaði mig að prófa einhvern
tímann. Ég ákvað að sýna hvað
ég myndi þurfa að ganga í gegn-
um. Niðurstaðan var samt að
ég var ekki ánægð með þetta og
ég held að þetta hafi verið röng
ákvörðun hjá mér. Fólk þarf
í rauninni ekki að gera svona
lagað.“
Óánægð
með bótoxið
KIM KARDASHIAN Var óánægð með
botox-aðgerðina sína.