Fréttablaðið - 30.09.2010, Side 67
FIMMTUDAGUR 30. september 2010 51
Tom Waits, Beastie Boys, Bon
Jovi og Alice Cooper eru á meðal
þeirra sem hafa verið tilnefndir
í Frægðarhöll rokksins. Meira en
fimm hundruð manns úr banda-
ríska tónlistarbransanum taka
þátt í valinu og verður ákvörð-
un þeirra tilkynnt í desember.
Athöfnin fer fram í mars á næsta
ári í New York. Á meðal ann-
arra tilnefndra voru rapparinn
LL Cool J, Neil Diamond, Don-
ovan, og Donna Summer. Til að
vera gjaldgengir í Frægðarhöll-
ina þurfa 25 ár að hafa liðið síðan
flytjendur gáfu út sína fyrstu
smáskífu. Þess má geta að fyrsta
smáskífa Tom Waits kom út árið
1973, eða fyrir 37 árum.
Waits með
tilnefningu
Í FRÆGÐARHÖLLINA Tónlistarmaðurinn
Tom Waits er á meðal tilnefndra.
Hljómsveitin Sing For Me Sandra
hefur sent frá frá sér sína fyrstu
plötu, Apollo´s Parade. Sing For Me
Sandra kemur úr Reykjavík, Kópa-
vogi og Garðabæ og hefur verið
starfandi frá árinu 2006. Hún vakti
fyrst athygli í fyrra með sínu fyrsta
smáskífulagi, The Fight. Lagið fékk
góðar undirtektir og náði meðal
annars á vinsældalista X-ins og
Rásar 2. Næst á eftir kom smáskífu-
lagið Time Will Tell sem fékk einn-
ig góð viðbrögð.
Meðlimir Sing For Me Sandra
eru Helgi Einarsson á trommur,
Jón Helgi Hólmgeirsson sem spil-
ar á gítar og syngur, Ragnar Már
Jónsson á gítar, Þorkell Helgi Sig-
fússon gítarleikari og söngvari og
Örn Ýmir Arason spilar á bassa
og syngur. Nánari upplýsingar um
sveitina má nálgast á Recordrec-
ords.is/singformesandra.
Fyrsta plata Söndru
SING FOR ME SANDRA Hljómsveitin
hefur sent frá sér sína fyrstu plötu.
Margir halda að leikkonan Jenni-
fer Aniston sé að velta sér upp
úr fortíðinni með eiginmannin-
um fyrrverandi, Brad Pitt, en svo
er ekki. Aniston lýsir söngvar-
anum John Mayer sem stóru ást-
inni í lífi sínu og er að sögn vina
með hann á heilanum. Leikkonan
hefði ekkert á móti því að byrja
með Mayer þótt níu ár séu á milli
þeirra. Ekki fylgir sögunni hvað
Mayer vill en parið sást saman á
tónleikum á dögunum.
Jen þráir
Mayer aftur
BÚIN AÐ GLEYMA PITT Jennifer Aniston
tekur söngvarann John Mayer fram yfir
eiginmanninn fyrrverandi, Brad Pitt.
NORDICPHOTOS/GETTY
Bandarísk ungmenni taka vampíruæðið sem ríður
yfir heiminn alvarlega og eru byrjuð að bíta hvert
annað og sjúga blóðið. Þetta furðulega og hættu-
lega æði kemur í kjölfar vinsælda Twilight-kvik-
myndanna og bókanna og þátta á borð við True
Blood.
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst
yfir áhyggjum vegna tískubylgjunnar meðal ann-
ars vegna smithættu. Þá segir Dr. Thomas Abs-
hire, krabbameins- og blóðsérfræðingur að mikil
hætta skapist þegar bitið er til blóðs vegna þess að
munnur manna er „miklu skítugri en t.d. munnar
hunda og katta.“
Dr. Orley Avitzur bætir við: „Þessir krakkar
halda að þeir séu vampírur.“ Hann efast ekki um
að tískubylgjan komi í kjölfar Twiligt-myndanna.
„Þessar táningsvampírur eru settar á háan stall og
gerðar aðlaðandi og kynþokkafullar. Þessu er svo
öllu blandað saman í pott með losta.“
Halda að þau séu vampírur
BLÓÐÞORSTI Bandarísk ungmenni eru byrjuð að herma eftir
Twilight-myndunum.
BIOTHERM DAGAR Í DEBENHAMS
30. SEPTEMBER TIL 6. OKTÓBER
Kaupaukinn þinn* þegar þú kaupir Biotherm vörur
fyrir 6.900 krónur eða meira:
- Eau de Paradis ilmur 15 ml –
kvenlegur og munúðarfullur ilmur
- Huile de Douche 75 ml sturtusápa með 3 náttúrulegum olíum
sem hreinsa, næra og gefa silkiáferð.
- Baume Corps 75 ml nærandi líkamskrem með aprikósuolíu.
- Aquasource Eye Perfection augngel með nuddkúlum
sem örva blóðrásina 4 ml.
- Biomains handáburður 20 ml.
Fjöldi tilboða m.a.
Aquasource rakakrem 30 ml 1.990 kr., Skin Vivo krem 30 ml 3.990 kr.,
herrakrem 40 ml 2.590 kr.
Einnig aðrar gerðir kaupauka
með andlitskremum.
*M
eð
an
b
irg
ði
r
en
da
st
á
k
yn
ni
ng
un
ni
. E
in
n
ka
up
au
ki
á
v
ið
sk
ip
ta
vi
n.