Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 74
30. september 2010 FIMMTUDAGUR58
golfogveidi@frettabladid.is
FL
U
G
A
N
A
F
B
A
K
K
A
N
U
M
Skylda í Aðaldal
Lokatölur
Á Heildarveiði 2010 Lokatölur 2009
Þverá + Kjarará 3760 2371
Blanda 2777 2413
Norðurá 2279 2408
Langá 2156 2254
Selá í Vopnafirði 2032 1993
Haffjarðará 1978 1622
Laxá í Aðaldal 1493 1117
Hofsá með Sunnudalsá 1186 Vantar
Haukadalsá 1174 1107
Elliðaárnar 1164 880
Hofsá í Vopnafirði 1046 1143
Laxá á Ásum 763 1142
Leirvogsá 561 877
Búðardalsá 442 639
Straumfjarðará 355 350
Fljótaá 283 466
Sunnudalsá í Vopnafirði 140 Vantar
Heimild: Angling.is
Eftir ágætis byrjun á sjóbirtingsslóðum hefur veiðin dottið nokkuð
niður í bili. Lítið hefur til dæmis veiðst í Tungufljóti frá því um miðjan
mánuðinn. Veiðimönnum sem voru þar á ferð fyrir um tíu dögum
sýndist áin nánast fisklaus og aðalgöngurnar hljóta að vera ókomnar.
Undanfarið hafa svo stórrigningar gert Tungufljótið og fleiri ár óveið-
anlegar. Nú bíða menn eftir að votviðrinu sloti og veislan hefjist.
Treg veiði og vatnsflaumur
Jafnt utanfélagsmenn sem félags-
menn Stangaveiðifélags Reykja-
víkur gátu þar til í gær sótt um
veiðileyfi í forúthlutun áður en
úthlutun verður til félagsmanna
einna. Árnar sem eru í forúthlut-
un eru Norðurá, Hítará, Laxá í
Aðaldal, Laxá í Dölum, Langá,
Leirvogsá, Straumarnir og Laxá
í Laxárdal og Mývatnssveit. Í
forúthlutun fá félagsmenn ekki
fimmtungs afslátt eins og venju-
lega. Samkvæmt upplýsingum frá
SVFR má búast við að unnið hafi
verið úr umsóknunum um miðjan
júlí. - gar
Forúthlutun hjá SVFR:
Veiðileyfi í hús
eftir tvær vikur
Tilraunir sýna að ágætis
búsvæði fyrir lax eru ofan
við Efri-Foss í Selá í Vopna-
firði. Nýr laxastigi lengir
fiskgengan hluta árinnar
um allt að 20 kílómetra auk
þess að opna leið í hliðarána
Selsá.
Miklar lendur eru að opnast fyrir
laxveiðimenn með nýjum laxastiga
við Efri-Foss í Selá, einni bestu
veiðiá landsins.
Þórólfur Antonsson, fiskifræð-
ingur hjá Veiðimálastofnun, segir
að mörg ár í röð hafi kynþroska
laxi verið sleppt ofan við Efri-Foss
til að athuga hvernig til tækist.
„Við fundum klak strax og síðan
seiðin árgang eftir árgang þannig
að þetta tókst mörg ár í röð og seið-
in höfðu dafnað vel þannig að það
þótti einsýnt að það mætti nýta
að minnsta kosti töluverðan hluta
af þessu svæði til uppeldis á seið-
um,“ segir Þórólfur um þá vinnu
sem lagt var í áður en afstaða var
tekin til hvort hagkvæmt væri að
gera laxastigann.
Við gerð laxastigans var beitt
stórum meitli og stiginn höggvinn
út í bergið í fossinum sjálfum í stað
þess að steypa hann upp úr aðflutt-
um efnum. Laxar tóku þegar að
streyma upp fyrir foss. Áin leng-
ist um allt að tuttugu kílómetra,
auk þess sem hliðaráin Selsá, sem
rennur í Selá rétt ofan við Efri-
Foss er viðlíka löng og viðbótin.
Þórólfur segir útlit fyrir að góð
búsvæði séu fyrir seiði í báðum
ánum.
„Það verða strax á næsta ári til-
raunastangir á þessu svæði til að
skoða hvernig það kemur út. Svæð-
ið þarf sinn tíma til að mettast af
seiðum og því líklegt að mestu eða
öllu sem veiðist verði sleppt til að
byrja með til að fá hringrásina í
gang,“ segir Þórólfur sem aðspurð-
ur kveður það vera veiðifélagsins
að ákveð og sækja síðan um hversu
margar stangir verði leyfðar á nýju
svæðunum. „Það verður kannski
ekki sambærilegur stangafjöldi
við neðra svæðið til að byrja með
en guð má vita hvað verður í fram-
tíðinni.“
Staðbundinn urrriði hefur verið
ofan við Efri-Foss. Þórólfur segir
ekki sérstaka úttekt hafa verið
gerða á þeim stofni. „En það er ekki
þannig að það sé hægt að ímynda
sér að það sé mikið af honum sem
nái veiðanlegri stærð,“ segir Þór-
ólfur.
Þess má geta að smátt og smátt
hefur verið byggt við veginn við
Selá og nær hann nú töluvert upp
fyrir foss meðfram ánni og að svo-
kölluðu Mælifellsvaði. Selá var áður
fiskgeng í 28 kílómetra. Nú verður
aðaláin upp undir 50 kílómetrar auk
þess sem Selsá er fiskgeng allt að
20 kílómetra. gar@frettabladid.is
Laxastigi lengir veiðiperlu
EFRI-FOSS Nýi laxastiginn var höggvinn með stórvirkum meitli í bergið við bakkann sem er til hægri á myndinni. Strax og stiginn
var fær sáu menn laxa ganga þar upp í torfum. MYND/ÞÓRÓLFUR ANTONSSON
Night Hawk er frábær fluga og
ein af uppáhaldsflugum margra
veiðimanna. Hún gefur veiði allt
tímabilið.
Flugan er upphaflega hönnuð
við ána Restigouche í kringum
1890. Þeir sem fara til veiða í
Aðaldalnum segja nánast skyldu
að eiga Night Hawk í boxinu.
LÖXUM hafði verið landað fyrir um viku sam-
kvæmt tölum Landssambands veiðifélaga.34.35065%
Það trúa því fæstir þegar frá því er sagt að einn veiðistaður í Ytri-Rangá gaf
2.100 laxa metveiðisumarið 2008. Það sumar gáfu reyndar fjórir veiðistaðir
yfir þúsund laxa.
Staðurinn sem um ræðir eru Rangárflúðirnar sem Stefán Páll Ágústsson,
hjá Lax-á, lýsir svo:
Það er stór hólmi sem nær alla leið frá flúðunum og niður að Ægis-
síðufossi. Veiðistaðurinn byrjar í raun við efsta oddann á þessum hólma,
aðalveiðistaðurinn byrjar þar rétt fyrir ofan. Það má segja að þetta sé einn
samfelldur veiðistaður upp að veiðimörkum því fiskur getur einnig legið
utan í sand- og malarkambi sem liggur niður að flúðunum. Mest af fiski
liggur neðarlega á broti í flúðunum sjálfum. Það eru engar ýkjur að mikill
fiskur liggi þarna mestallt sumarið. Ásamt Ægissíðufossi og Klöppinni er
þetta sterkasti staðurinn í ánni og oftar en ekki aflasælasti veiðistaðurinn í
íslenskum ám hvert sumar.
Þarna er veitt með sökkenda og túpum. Það er misskilningur að þær þurfi
að vera mjög stórar og þungar. Oft gengur best að nota léttar plasttúpur.
Það sem þarf að varast þegar komið er að flúðunum í fyrsta skipti er að
vaða of mikið. Margir gera þau mistök að vaða of nærri flúðinni sjálfri. Fiskur
getur legið víða og því borgar sig að veiða vel á undan sér.
Á myndinni sést veiðimaður við veiðar ofan við Flúðirnar – menn vinna
sig svo niður á brot fyrir ofan hólmann.
Veiðistaðurinn - Rangárflúðir í Ytri-Rangá
VEIDDRA laxa í Svartá í sumar voru 7
pund eða þyngri.
KÓNGURINN Hér hafa veiðst 700 til rúmlega 2.000 laxar á undanförnum tíu
árum. MYND/LAX-Á
NIGHT HAWK
MYND/VEIÐIFLUGUR.IS
Tillaga stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að tak-
marka umferð ökutækja og veiðar fara illa í skot-
veiðimenn. Þeir hyggjast taka þátt í mótmælum í
Vonarskarði á laugardag. „Veiðimenn eru hluti af
almenningi og hafa jafnan rétt á við aðra,“ segir
félagið Skotvís.
Skotveiðimenn mótmæla í Vonarskarði
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
HVAR ER RÉ
TTI HYLURIN
N? HVER ER
RÉTTA FLU
GAN? VEIÐ
IPERLUR ER
NÝR ÞÁTTU
R
ALLA FIMM
TUDAGA Á
STÖÐ 2 SPO
RT ÞAR SEM
FYLGST ER
MEÐ ÞAUL
REYNDUM
STANGVEIÐ
IMÖNNUM
AUK ÞESS S
EM VALINK
UNNIR MAT
REIÐSLUME
ISTARAR
TÖFRA FRA
M VEISLURÉ
TTI ÚR VEIÐ
INNI. UMSJ
ÓN HAFA GUÐ
NÝ HELGA HE
RBERTS-
DÓTTIR OG AT
LI BJÖRN BRA
GASON.
ÞÆTTIRNIR
ERU GERÐ
IR Í NÁNU S
AMSTARFI
VIÐ STJÓRN
SÝSLU ÍSLA
NDS, UMHV
ERFISRÁÐU
NEYTIÐ, VE
IÐIMÁLAST
OFNUN,
VEÐURSTO
FU ÍSLAND
S OG ORKU
VEITU REYK
JAVÍKUR, Á
SAMT SVEI
TA- OG BÆ
JARSTJÓRN
UM VÍÐSVE
GAR UM LA
NDIÐ.