Morgunn - 01.06.1932, Síða 7
Reimleifcar.
Erinði flutt í S. R. F. í.
Eftir 5igurö H. Kuaran.
Reimleika fyrirbrigði hafa, að því er fræðimenn telja,
gerst á öllum öldum og hjá öllum þjóðum, og bókmentirn-
ar um þau eru svo fyrirferðarmiklar, að þær eru ótæm-
andi. Merkilegust sýnast þessi fyrirbrigði fyrir það, hve
ótvíræð sönnun þau eru fyrir framhaldslífinu, jafnframt
því sem þau sýna, að andar framliðinna manna dvelji
oft á jarðarsviðinu og færi sér í nyt þann sálræna kraft,
,sem þeir geta komist yfir, til þess að koma því fram,
sem þeim er hugleikið. Það er og margsannað, að í sam-
bandi við þessi fyrirbrigði hafa komið frásagnir um við-
burði, er gerst hafa löngu fyr og enginn lifandi maður
vissi neitt um, en sönnuðust síðar við nákvæma -rann-
sókn. Eg verð því að ætla, að þeir, sem áhuga hafa á rann-
sókn dularfullra fyrirbrigða, telji málefnið þess vert, að
nokkuð sé um það talað, og grein gerð fyrir því, eftir því
sem tími leyfir á einni kvöldstundu.
Flestir þeir andar, sem „ganga aftur“, virðast þurfa
að halda á sálrænum krafti frá einhverjum miðli. Hvort
svo sé um þá alla, verður ekki sagt með neinni fullri
vissu. Sumir sálarrannsóknamenn halda, að framliðnir
andar, er lifað hafa í niðurlægingu og glæpum, geti flutt
yfir um með sér svo mikið af jarðnesku ástandi sínu, að
þeir geti haft áhrif á efnið, án þess að nota miðilskraft.
Um þetta vil eg ekki dæma, en hitt er víst, að fyrirbrigð-
1