Morgunn - 01.06.1932, Síða 10
4
MORGUNN
er grafnir höfðu verið niður, en oft sagðist hún hafa
fundið til óþægilegra áhrifa þar á blettinum. Endir-
inn á þessu varð sá, að gömlu konunni létti svo mikið
við þetta og fortölur frúarinnar, að hún taldi sig færa
um að byrja nýtt líf, og draugagangurinn hætti.
Fræg er hún sagan frá höfðingjasetri einu í Kent.
Það er svo um hana, eins og svo margar þessháttar sög-
ur, að ekki má fara alt of fljótt yfir hana, til þess að
hún njóti sín.
í októbermánuði 1857 bjó þar kona herforingja
nokkurs, sem kölluð er Mrs R. Frá því hún kom í hús-
ið, hafði heimilisfólk hennar orðið fyrir ónæði á nótt-
unum af höggum og háreysti. Líka heyrðist mannamál,
eins og verið væri að skrafa saman. Enga grein gat fólk-
ið gert sér fyrir þessu. Það var fyrst þegar vinkona frú-
arinnar, sem nefnd er Miss S., kom í húsið, að hægt var
að átta sig á, hvað um væri að vera.
Þegar Miss S. hafði dvalið þarna hálfsmánaðar
tíma, spurði frúin hana, hvort hún hefði orðið vör við
nokkuð óvenjulegt þar í húsinu. Var frúnni kunnugt
um, að Miss S. var skygn. Ungfrúin sagði henni þá, að
strax þegar hún hefði komið, hefði hún séð tvær aldr-
aðar manneskjur, karl og konu, standa í útidyrum húss-
ins. Hafi þau verið búin eins og tíðkaðist á dögum Önnu
drotningar, er ríkti á Englandi frá 1702—1714. Síðan
hefði hún séð þessi hjú oft og í þriðja skiftið sem hún sá
þau, hefðu þau getað talað við sig og hún við þau. Þau
sögðu henni, að þau hefðu átt þetta höfðingjasetur, og því
hefðu þau unnað um alla hluti fram. Voru ])au sárhrygg
yfir því að það væri komið í eign vandalausra. Höfðu þau
sagt henni að nafn þeirra væri „Children".
Nokkrum dögum síðar sá Mrs R. sjálf þessi gömlu
hjón. Var komið að miðdegisverði og var frúin að hafa
fataskifti í svefnherbergi uppi á lofti. Kallaði þá bróð-
ir hennar upp til hennar og bað hana að flýta sér. Hún
ætlaði út úr herberginu, en þá stóðu hjónin beint fyrir