Morgunn - 01.06.1932, Síða 12
6
MOEGUNN
Annars eru margar sögur um það, að afturgöngur hafi
talað, þegar miðlar hafa verið í húsunum. Þetta verður
hvorki ótrúlegt né verulega óvenjulegt, þegar þess er gætt,
hve oft raddafyrirbrigðin gerast á sambandsfundum. Eg
ætla að segja eina af þeim sögum.
Hún gerðist í Canada, í bjálkakofa nálægt Quebec
árið 1889. Heimilisfólkið var bóndinn, Daggs og kona
hans, tvö börn þeirra, tveggja og fjögra ára, og 11 ára
stúlka, sem hét Dinah. Fyrirbrigðin hófust með illkynj-
uðum draugagangi. Gluggarúður voru brotnar og leir-
vörur mölvaðar í ásýnd fólksins, saur var látinn í matinn,
hárið var klipt af börnunum, og einn daginn var kveikt í
húsinu á átta stöðum. Auðséð var, að Dinah litla var mið-
illinn, því ekkert gerðist nema í návist hennar. Svo fór að
heyrast hastur málrómur, fyrst heyrði Dinah hann ein,
en seinna heyrðu hann allir, sem í húsið komu. Ekki stóð
á talinu, en það sem sagt var, var bæði ruddalegt og við-
bjóðslegt. Prestur var fenginn til skrafs og ráðagerða.
Hann las ritningarstaði, flutti bænir og reyndi til að
særa burtu þessar óvættir, en afturgangan hló að honum
og svaraði mjög óviðeigandi orðum. í annað skifti, er
prestur flutti bæn, hvarf biblían og fanst loks inni í
ofninum.
Fregnir um þessi fyrirbrigði bárust út í blöðunum
og húsið fyltist af forvitnum gestum. Þetta truflaði þó
ekki fyrirbrigðin; andinn svaraði öllum fyrirspurnum,
er til hans var beint. Líka kom það í ljós, að honum var
mjög kunnugt um einkamál gestanna.
Reyndur sálarrannsóknarmaður, Mr Woodcock, rann-
sakaði fyrirbrigðin og samdi skýrslu um þau, og var hún
undirrituð af seytján mönnum. Sú skýrsla var prentuð í
Light. Ekki var hann 1 neinum vafa um, að andinn not-
aði sér miðilskraft ]>ann, er hann fekk frá Dinah. En
svo nærri hafði þetta gengið barninu, að hún var orðin
skinhoruð og náföl, en hafði þó áður verið hið blómlegasta
barn. Við eina tilraunina lét Woodcock stúlkuna halda
1