Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 17
M0R6UNN
11
stundar lágu þó bæði skyrtan og náttkjóllinn fyrir utan
svefnherbergishurðina. Var hún enn lokuð, og skápurinn
sömuleiðis. Síðar um daginn fóru fram, í fullri birtu, ýms-
ir flutningar fyrir augunum á fólkinu og voru þeir því
nieð öllu óskiljanlegir. Prestur horfði t. d. á það sjálfur,
að göngustafagrind, sem stóð í forsalnum, kastaðist mörg
fet í loft upp og mátti nú enginn mæla því á móti, að
ekki væri þetta einleikið.
Þriðja daginn gekk mjög á því sama um margskonar
flutninga. Gestur, sem kom til prestsins, tók eftir þessum
flutningum, og hafði orð á, en prestur bað hann að geta
þeirra ekki við nokkurn mann, því sjálfur virti hann sér
Það til mikillar óvirðingar, að slík firn gætu gerst í hús-
um hans.
Að morgni hins fjórða dags hentist eldskörungurinn
1 barnaherberginu fram á gólfið, með svo miklum hávaða,
a® tvö börnin, sem sváfu þar, hrukku upp af svefni. Ó-
Venju stór kartafla, sem prestur hafði lokað inni í skáp,
datt niður hjá diskinum hans, er hann sat að morgun-
Verði, og fleiri flutningar gerðust. Síðar um daginn, milli
kl. 1 og 4, lokuðu þau prestshjónin og einn vinur þeirra
S1ít inni í dagstofunni, og komu þá ekki færri en 46 til-
burðir. Munirnir hnigu niður á gólfið og voru víða að
komnir úr húsinu, einkum úr lokuðum skápum, eðá ofan
af lofti. Auk þess tóku ýmsir smærri munir sig upp af
gólfinu og settust að á öðrum stöðum.
Fimta daginn fóru fyrirbrigðin að verða ískyggilegri.
Voru þá barin þung högg í herbergjunum, hvað eftir ann-
að, og hér um bil tuttugu sinnum enduðu þessar barsmíð-
ar á því, að rekið var upp ógurlegt öskur, ólíkt nokkurri
mannlegri rödd, og ekki gátu þau áttað sig á, hvaðan hljóð-
in komu. Stóll lyftist í einu herberginu, og var honum
barið niður í gólfið, 5 eða 6 sinnum, með svo miklu harki,
að heyrðist um alt húsið. Á líkan hátt var síðar barið með
ýrnsum húsmunum, og meðal þeirra var þungt mahogni-
borð. Málmbúinn kertastjaki var tekinn ofan af hillu, og