Morgunn - 01.06.1932, Side 23
I
MORGUNN
17
sálsjúkir og úrkynjaðir menn þjást af óstjórnlegri löngun
til þess að sjá hús brenna, en um það verður að sjálfsögðu
ekkert fullyrt, hvort þessi veikleiki þeirra fylgir þeim inn
á nýtt tilverusvið. Sumir halda líka að fyrirbrigðið komi
töluvert oftar fyrir en alment er talið og að húsbrunar, er
sýnast verða án allra skiljanlegra orsaka, geti hafa staf-
að af reimleikum. Frá árinu 1907 eru t. d. skrásettar tvær
sögur um íkveikjur í húsum í sambandi við reimleika,
önnur í Parísarborg, hin frá smábæ í Ítalíu. í París var
kveikt í sama húsinu 30 sinnum á 6 dögum.
Aksakof segir ýmsar sögur af íkveikjum, er gerðust
1 sambandi við reimleika og svo vandlega frá sönnunum
Sengið, sem frekast var kostur á. Ein er úr þorpi nokkuru
1 Kharkoff i Rússlandi. Yfirforingi að nafni Jadachenko
áafði tekið þar lítið hús á leigu og bjó þar með konu sinni.
Bar fyrst ekki á neinu óvenjulegu, en alt í einu hófust
ftiegnustu reimleikar, svo húsgögnin voru á ferð og flugi,
Frjóti var kastað inn í húsið og gluggar brotnir. Á þessu
Sekk svo nokkra daga. En alt í einu gaus eldur upp í rúmi
þeirra hjónanna, að þeim báðum áhorfandi. Eldurinn var
slöktur, en þá kviknaði strax á öðrum stað. Hníf var kast-
að í þjón yfirforingjans, svo hann særðist. Þá kviknaði
1 þakinu og brann það, enda stóð svo þykk og fúl reykjar-
iýla framan í björgunarliðið, að það naut sín illa. Yfirfor-
Jnginn flutti þá í annað hús, en reimleikarnir fylgdu hon-
Urn sem áður og nokkrum mánuðum síðar var aftur kveikt
1 þakinu á þessu húsi. Brunaliðið slökti eldinn, en þá kvikn-
aÖi í ])akinu á öðrum stað og brann með svo miklum ákafa,
að brunaliðið átti fult í fangi með að bjarga undan tækj-
um sínum. Húsið brann til kaldra kola og fjögur hús
°nnur í nágrenni við það. Það er tekið fram, að enginn
íninsti grunur hafði fallið á nokkurn mann, um að hann
gæti verið valdur að brunanum.
Eg ætla að drepa á aðra sögu, sem Aksakof segir með
mikilli nákvæmni. Hún gerðist 1870 í húsi :úti í sveit, ná-
lægt Orenburg í Rússlandi. Þar bjó maður að nafni Shcha-
2