Morgunn - 01.06.1932, Page 25
MORGUNN
19
Þessar sögur um íkveikjur í sambandi við reimleika
verða að nægja, þó fleiri mætti segja. En ekki er rétt að
þegja um það, að til eru líka sögur, þó færri séu, um vin-
semd og hjálpsemi slíkra anda, við þá sem eftir lifa.
Slíkt gerist helzt á miðlaheimilum, þar sem samlyndi og
ástúð er í bezta lagi, þar sem efunarsemin er engin og því
síður fjandskapur við fyrirbrigðin. Maður, sem hét Morell
Teobald (f. 1828, d. 1908) og bjó í Lundúnum, þykir hafa
sagt um það beztar sögur. Eru eftir hann tvær bækur um
þau efni og líka smærri greinir í tímaritinu Light.
Theobald þessi var félagi í sálarrannsóknarfélaginu
brezka, vel kyntur og mikilsvirtur borgari og ])ar sem sömu
fyrirbrigði gerðust svo oft að hundruðum skifti, er örðugra
að rengja þau. Fjölskyldan var ekki mannmörg, hjónin
Theobald, fjögur börn þeirra og vinnukonan, sem hét
Mary. Öll voru ]>au miðlar, en Mary þó aðalmiðillinn og í
miklum metum hjá fjölskyldunni. Áður en fyrirbrigðin
hófust, höfðu þau hjónin mist þrjú börn á unga aldri.
Lessi dánu börn nutu til þess aðstoðar vinveittra anda, að
því er sagt var, að gera vart við sig og vinna heimilinu
gagn.
Á fyrirbrigðunum bar fyrst til muna í nóvember-
mánuði 1883 og eftir það gerðust þau daglega í meira en
þrjú ár. Vatni var helt á tvo katla í eldhúsinu, ]ieir látnir
á gasvélina og kveikt undir ]ieim báðum, svo vatnið ,sauð
þegar Mary kom á fætur. Mr. Theobald aflokaði öllum
hurðum áður en hann háttaði og þær voru allar lokaðar
ev hann kom aftur á fætur um morguninn, en samt sauð
vatnið á kötlunum og höfðu þeir verið fluttir úr eldhúsinu
1 þvottakompuna, þar sem gasvélin stóð.
Margt fleira gerðu andarnir til þæginda í húsinu.
I’vottapotturinn var fyltur af vatni, ]iegar átti að þvo og
kveikt upp undir honum. Sömuleiðis var kveikt upp í dag-
stofunni, ef kalt ]»ótti og á gasinu, ]>egar tók að skyggja.
^lary lagði sjálf í ofnana, en kveikti ekki upp eldinn, það
gerðu andarnir og þó uppkveikjan væri ekki sem bezt, þá
2*