Morgunn - 01.06.1932, Page 28
22
M O R G U N N
hana sög-ulegri. En hins vegar finst mér að þessar sögur
bregði ekki óverulegri birtu yfir vorar eigin söghr. Þær
sýna breytileika fyrirbrigðanna og hve varlega þarf í það
að fara að telja slíkar sögur tómar bábyljur, þó kynlegar
þyki í fyrstu. í sambandi við önnur sálræn vísindi, gera
þær það ljósara og líklegra hverju megi trúa, eða hverju
gæti verið trúandi og hverju eigi algjörlega að hafna sem
ósögulegu.
Reimleika fyrirbrigðunum svipar á mjög margan hátt
til líkamlegu fyrirbrigðanna á sambandsfundum. Þessi
fyrirbrigði styðjast við, eða eru algjörlega háð miðils-
kraftinum, og krafturinn er reyndar oft notaður til hlið-
stæðra eða svipaðra athafna. Þarna fara fram stórfeldar
lyftingar og flutningar á hlutum. Tilburðir geta gerst í
stórum stíl. Ljós eru kveikt og ýms önnur ljósfyrirbrigði
gerast, sem jafnvel geta valdið íkveikjum. Mikið er um
sjálfstæða dulritun, sem fremur lítið fæst af annars, nema
hjá sumum kröftugustu miðlunum. Raddir tala utan við
miðilinn og stundum geta svipirnir sjálfir talað eins og á
manngerfingafundum. Líkamningar gerast og ekki sjald-
an, misjafnlega fullkomnar.
Um það, að hverju reimleika fyrirbrigðin séu hinum
frábrugðin, verður minna sagt alment, af því þau eru svo
breytileg, nema að því leyti hvað kraftinum virðist oft
beitt óvægilega og ógætilega. Fyrir vorum sjónum virðast
þau oftast gerast ósjálfrátt og undirbúningslaust. Tilgang-
urinn sýnist bæði geta verið góður og illur og stundum
sýnist ekki hægt að gera ráð fyrir neinum tilgangi.
Reimleika fyrirbrigðin eru stórfeld sönnun fyrir mið-
ilsfyrirbrigðunum á sambandsfundum, að því leyti sem
samskonar fyrirbrigði gerast þar þráfaldlega í fullri birtu,
öllum að óvörum.
Skyldleiki þessara fyrirbrigða bendir til þess, að
hvorttveggja þeirra stafi frá framliðnum mönnum og þá
sennilega líka þau reimleika fyribrigðin, sem örðugast er
að átta sig á.