Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 29
M O B G U N N
23
Þó eru ekki allir sammála um þetta. Sumum þykir lík-
legast að þau stafi frá ómenskum verum og sumt í þjóð-
trúnni virðist heldur styðja þá getgátu. Þessi skýring
kemur sér að sjálfsögðu vel fyrir þá, sem alt vilja til
t>ess vinna, að komast hjá kenningum um vitsmunalíf
tnannanna eftir andlátið. En um það, hvort aðrar vits-
munaverur séu til en mennirnir, vil eg segja það, að eg
held að það væri bæði óvarlegt og óviturlegt að neita því
að til geti verið, á öðrum lífssviðum, ómenskar verur, bæði
æðri og lægri tegundir en mannskepnan, og hin nýja ljós-
vaka speki, sem forustumenn hennar eru að miðla heim-
inum, gerir þetta líka sennilegra. En um þessar verur og
tnöguleika þeirra til sambands við efnisheim vorn, vitum
vér svo sáralítið, að óráðlegt virðist með öllu, að svo
vöxnu máli, að byggja skýringar á bollaleggingunum um
þessar verur. Um meginþorra reimleika fyrirbrigðanna
gerist þess heldur engin þörf. Og þó ekki verði fundnar
skynsamlegar ástæður fyrir þeim öllum, þá má jafnvel
segja það líka um margar athafnir mannanna hér á jörð-
unni. —
Að endingu vil eg árétta það, sem eg drap á í upphafi
þessa erindis: Reimleika fyrirbrigðin sýna það, ákveðið
°g afdráttarlaust, að mennirnir halda áfram að lifa, þó
líkaminn hrörni og deyi. Væri svo ekki, gætu fyrirbrigðin
ekki gerst, flest þeiri’a að minsta kosti.