Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 30
24
M 0 R G U N N
Kirkjan og sálarrannsóknirnar.
Erinði flutt á nóuemberfunði S. R. F. í. í031.
Eftir lón Ruðuns, fríkirkjuprest.
Heiðruðu áheyrendur.
Það verða ekki gullepli mannvits eða þekkingar, sem
eg ber á borð fyrir yður í kvöld; en til þess að efna lof-
orð, er eg gaf forseta þessa félags, hr. Einari Kvaran, þá.
ætla eg að tína fram nokkrar sundurlausar hugsanir um
það efni, sem mér — og eg vona ykkur all-flestum — er
hjartfólgið. Vér prestarnir látum margt orðið falla um
auðmýkt, og sannarlega finn eg til auðmýktar, er eg stend
hér frammi fyrir yður og minnist þeii'rar glæsilegu
mælsku, þegar séra Haraldur Níelsson talaði við yður
um líkt eða sama efni og það, sem eg ætla að tala um í
kvöld, eða þá er eg minnist hinnar frábæru bókar Einars
Kvaran „Trú og sannanir“, og mætti lengur telja. Eg gæti
borið við annríki mínu og öðru mér til málsbóta, en hefi
ekki geð til þess, heldur vil eg biðja yður að virða á betri
veg, það sem áfátt kann að vera máli mínu, og þiggja
með „einfaldleik hjartans", eins og postularnir gerðu forð-
um, það sem framreitt verður.
Þá sný eg máli mínu að kirkjudeildunum og sálar-
rannsóknunum.
Fyrst vil eg minnast á rómversk-kaþólsku kirkjuna;
hún er ekki að eins lang-fjölmennasta heldur og að ýmsu
leyti áhrifaríkasta deild kristinnar kirkju. Afstaða krkj-
unnar í heild er ákveðin, hún er beinlínis fjandsamleg
sálrænum vísindum nútímans. Forráðamenn hennar hafa
tekið þá óviturlegu afstöðu að eigna beinlínis djöflinum
allt það, sem fram kemur hjá miðlum, enda er þeim sú
leið ein fær til þess að hafna sálarrannsóknunum vegna
þess, að þeir þekkja þessa hluti og aðra hliðstæða alltof-