Morgunn - 01.06.1932, Side 31
MOEGUNN
25
Vel til þess, að þeir sjái sér fært að neita raunveruleik fyr-
irbrigSanna. En þessi afstaða hinna gullskrýddu preláta
1 Hóm hindrar vitanlega ekki það, að fjöldi rómverskra
manna um allan heim aðhyllist sálarrannsóknirnar; þeir
finna auðvitað það, að þær gefa þeim skynsamlega og
tímabæra skýringu á þeim yfirvenjulegu fyrirbrigðum og
nndrum, sem kirkja þeirra hefir sýnt þeim og sannað, að
hafi gerst á öllum öldum kristninnar og gerist enn í dag.
Engin önnur kirkjudeild á annan eins auð af vel vott-
testum fyrirbrigðum, sem hliðstæð eru miðlafyrirbrigðum
nútímans, og rómverska kirkjan. Á meðan mótmælenda-
kirkjurnar misstu trú sína á það, að kraftaverkin gætu
lengur gerst, og þá auðvitað um leið máttinn til þess að
vmna þau, þá var hún minnug þess, að Kristur sendi læri-
sveinana út í heiminn, bæði til þess að prédika og til þess
að vinna kraftaverk og að hann gaf þeim fyrirheit um það,
nð verkin, sem hann ynni, mundu þeir og vinna, enda hef-
lr rómverska kirkjan haldið kraftaverkaþræðinum óslitn-
Uln allt frá dögum hinnar fyrstu kristni og fram á þennan
cl£1g'. Heilagir menn eins og Bernhard frá Clairvaux,
^arteinn frá Tours og m. fl. unnu dásamleg máttarverk;
þegar heilög Elísabet kraup að borði drottins, ummyndað-
^st hostían og varð skínandi björt, en í ljómanum sá hún
asjónu Krists. Á föstudaginn langa lá nunnan Margrét
Ebener í klefa sínum sárþjáð, á meðan allar sýsturnar
v°ru til altaris, og skyndilega hurfu þjáningar hennar,
sal hennar fyltist heilögum friði, en sáramerki Krists
komu fram á höndum hennar; og enn í dag gerast lækn-
^ngaundur við Maríu-kapelluna frægu í Lourdes, og nú
1 haust rættist hinn eftirtektarverði spádómur Theresu
Neumann í Konnesreuth um vatnsflóðin miklu í Kína.
Hin stórmierkilegu fyrirbrigði hjá mJðlinum Mirabelli
Voru rannsökuð af rómversk-kaþólskum mönnum, og
^argir ítalskir og franskir kaþólskir vísindamenn hafa
rannsakað miðlafyrirbrigðin með miklum árangri, en
^omverska kirkjan sem heild tjáir sig andvíga öllu slíku,