Morgunn - 01.06.1932, Page 33
M 0 R 6 U N N
27
við englana og hersveitir himnanna í fyrirbænastarfi
kirkjunnar. í engri deild kristinnar kirkju er tilfinning-
m fyrir raunverulegri óumflýjanlegri nálægð andaheims-
Jhs í guðsþjónustunni ríkari en í austurkirkjunni, og að
því leyti á engin kirkjudeild hreinni, frumkristilega
kljóma í guðsþjónustu sinni en hún. En vér, sem þekkjum
afstöðu sálarrannsóknanna til þessara hugmynda, vitum,
hvílíkan geysi-styrk austurkirkjan hefði getað sótt til
þeirra, þegar þessari fögru trú tók að hnigna, og skyn-
semdarlaus skynsemishyggja fór að lama trúarlífið. Þá
kynni hún að hafa staðist betur hina miklu eldraun bylt-
ingarinnar, þegar trúleysið tók að flæða yfir Rússland.
Ef vér snúum oss þvínæst að mótmælendakirkjunum,
þá eru viðhorfin þar mörg og margvísleg. í Vesturheimi
€r, eins og alkunna er, mesti sægur af sértrúarfélögum,
spiritistar eru þar mjög fjölmennir, mun láta nærri að
þeir séu nú um tíu milljónir, og má geta sér þess nærri, að
sá geysi þungi sannfæringarkraftur miljónanna muni hafa
ahrif á þær deildir kirkjunnar, sem ekki eru harðlæstar
lnni í skel þvermóðsku og afturhalds. Auk þess er í Vest-
nrheimi mesti sægur af spíritistakirkjum.
Af Norðurlandakirkjunum sýnir danska kirkjan sál-
nrrannsóknunum mesta óvild, heimatrúboðsfólkið berst
harðlega á móti hverskonar áhrifum úr þeirri átt á kirkj-
nrnar. Vér munum úlfaþytinn sem varð, þegar próf. Har-
nldur Níelsson sótti sálarrannsóknaþingið í Kaup-
niannahöfn um árið, ósanngirni og fjandskap „Kristilegs
dagblaðs" hins danska, og þær deilur, sem af greinum
bess hlutust, og sem fulltrúaafstöðu meirihluta dönsku
hirkjunnar til sálarrannsóknanna má enn skoða bók dóm-
Pi'ófasts Martensen-Larsens „Spiritismens Blændværk og
Sjæledybets Gaader“, þar sem spiritisminn er í fullri
hreinskilni nefndur verk satans og allur frá honum runn-
lnn. Gott dæmi þess, hve ofstækið og þröngsýnin blindar
hug margra danskra presta, er það, að eftir lát síra Har-
alds Níelssonar tók fornvinur hans einn, íslenzkur prest-