Morgunn - 01.06.1932, Page 47
MORGUNN
41
°neitanlega gefur hann þau svör, sem mörgum, eða e. t. v.,
ef rétt er að farið, flestum, nægja.
í prestsstarfi mínu, þótt stutt sé, hefi eg sannarlega
reynt þetta; vissa mín um sannleiksgildi spiritismans, og
þekking mín á honum, hefir létt mér sálgæzlustarfið meðal
sjúkra að miklum mun; sjálfur hefi eg setið hjá dauðvona
°S hræddum sjúkling, sem ekkert þýddi að bera á borð
fyrir ritningarstaði eða strang-guðfræðilegar útlistanir;
eg fór nokkrum orðum um sannanir spiritismans og las
síðan fyrir honum valda kafla um sálræn efni, og eg lof-
aSi Guð fyrir það, að frá þeim sjúkrabeði gat eg gengið
rólegri en eg hefði getað, ef eg hefði ekki notað mér þá
^iklu huggun, sem spiritisminn — sé rétt á honum hald-
íð — getur veitt þeim, sem eiga að deyja, en eru ósáttir
við dauðann. Svo dýrmætri hjálp hefir kirkjan ekki ráð
a að hafna og sízt eins og málum hennar er nú komið.
Sem sálusorgari hefi eg einnig setið við sjúkrabeð, þar
Sem eg vissi, að ekki var til neins að nefna spiritismann á
nafn, en á grundvelli hans stóðum við báðir, eg og hinn
sJúki, og samtalið varð báðum til ánægju, þótt hann vissi
ekki til fulls, hvaðan honum kom friðurinn og sálarró-
semin. En það þykist eg hafa vitað betur.
Sem sálusorgari og þjónn kirkjunnar á presturinn
að hugga þá, sem eftir lifa, þá sem syrgja, og einnig þar
býður spiritisminn honum mikla hjálp. Eg hefi yfirleitt
bann sið að spyrja þá, sem eftir lifa og stóðu hinum fram-
úðna næst, hvort ekkert hafi óvenjulegt eða yfirvenju-
^e&t borið fyrir hinn sjúka í banalegunni, sem hann hafi
haft orð á, og mjög oft fæ eg þau svör, sem urðu mér að
einhverju gagni. í haust jarðsöng eg pilt, sem fengið hafði
heilabólgu á fyrsta aldursári og hafði síðan verið mállaus
°g rúmliggjandi í 26 ár, þangað til hann dó. Eg spurði föð-
Ur hans, hvort það væri nokkuð sérstakt eða óvenjulegt,
Seru hann hefði að minnast í sambandi við drenginn sinn
°£ hann sagði: „Já, þó hann væri mállaus, raulaði hann
°ft lög fyrir munni sér og oft raulaði hann það, sem við