Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 48
42
MORGUNN
gátum enga hugmynd haft um, hvernig hann hefði lært,
og þegar við komum úr kirkjunni, þótti okkur það oft
afar-merkilegt, að hann raulaði þá stundum alla sálmana,
sem sungnir höfðu verið, án þess að nokkur segði honum,
hvaða sálmar voru sungnir þar“.
Aftur jarðsöng eg stúlku og spurði foreldra henn-
ar hins sama; skömmu fyrir andlátið sagði hún þeim með
fullri rænu, að búið væri að bera til sín yndislega fallegt
blómahaf. Ýmislegt fleira gæti eg tínt til. Ungur piltur
ný-dáinn minti móður sína á það, sem hann hafði beðið
hana að gera fyrir sig, áður en hann dó, en hún var bú-
in að gleyma. Þetta kann mörgum að finnast einskisvirði;
en það er það ekki, myrkur sorgarinnar og hrygðin yfir
ástvinamissi er nógu þung, þótt með skynsemd sé notað
það, sem til er, til að eyða því. Eg ætla að bæta við at-
viki, sem kom fyrir á heimilinu, sem eg dvaldi á í Þýzka-
landi. Konan, sem eg bjó hjá, var lúterskrar trúar, en alt
hennar fólk var kaþólskt; móðir hennar var dáin fyrir
nokkrum árum, og hafði hún beðið dóttur sína þess áður
en hún dó, að láta æfinlega lesa fyrir sig sálumessu á nafn-
degi sínum — nefnilega afmælisdegi dýrlingsins, sem hún
var skírð eftir. Einn morguninn, þegar eg er að borða
morgunverð, er húsmóðir mín að tína saman smápeninga,
og hélt eg að væri verið að safna fyrir einhvern bágstadd-
an og bauðst til að leggja eitthvað af mörkum, en hún
segir: „Mig dreymdi einkennilega í nótt; móðir mín kem-
ur til mín með miklum þjósti og segir: „Nú fórstu illa
með mig, mig vantar þrjú mörk!“ Þegar konan vaknaði,
mundi hún, að nafndagur móður hennar var liðinn, en
hún hafði gleymt að láta lesa sálumessuna, en í Þýzka-
landi kostar hún þrjú mörk. Þannig koma alstaðar fram
atvik, sem vér fáum engan botn í, fyr en spiritisminn kom
okkur til hjálpar.
Og að lokum ætla eg að minnast á guðsþjónustulíf
kirkjunnar. Trúarþörfin, þráin eftir hinum fullkomna og
æðra heimi, er áreiðanlega ekki minni en hún hefirverið,en