Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 65
M0R6UNN
59
lánaðan jarpan hest í ferðalagið. Hest þennan hefði hann
fengið lánaðan frá Hafranesi, sem er sunnanmegin við
Reyðarfjörðinn. Hestur þessi hafi verið nokkuð ólmur,
pabba sínum hafi ekki líkað við hann að öllu leyti, og haft
hestaskifti við Ólaf, svo það reyndist rétt að vera, að
hann hefði stundum komið á bak jarpa hestinum, eins og
sonur hans segir Finnu, og þóttu mér þessar upplýsing-
ar góður fengur. Þegar skipsferð féll að austan, fékk eg
bréf frá pabba hans og fullkomna staðfestingu á öllu því
er Finnu var sagt og sýnt af þeim drengjum, hvað þetta
atvik snerti, líka á því, að aðkomustúlkan, er varð þeim
samferða um hríð, var á jörpum hesti.
Eg veit ekki, hvað ykkur kann að finnast um þetta
sannanaatriði, en mér virðist það vera nokkuð þungt á
metunum, þar sem enginn viðstaddur veit um það, er þeir
segja og sýna. Er eg síðar hafði hlotið fulla staðfestingu
á þessu atriði, minntist eg á þetta við þá, sagði þeim, að
fólk þeirra væri mjög ánægt með þetta, hvað þeim hefði
tekizt þetta vel. Eg man eftir fögnuði þeirra og gleði, er
eg var að segja þeim þetta, en þeir sögðust raunar vita
þetta, því þeir hefðu verið heima hjá sér, þegar það hefði
verið að lesa bréfið, og nú held eg það efist ekki um það,
að það erum við, sem erum að senda þeim skilaboð.
Á fundi þann 10. janúar síðastliðinn gat Finna þess,
að hún þyrfti að lagfæra sig, svo þögn varð um hríð af
hennar hálfu, en við röbbuðum saman á meðan. Allt í einu
var farið að tala af vörum miðilsins í annarlegum málróm,
og var þegar auðheyrt, að það var ekki Finna, sem talaði,
en einhver nýr gestur var þar að verki, er sjálfur reyndi
til að ná stjórn á miðlinum. Rödd hans var í fyrstu óskýr
og við skildum varla, hvað hann var að segja. En þetta
smálagaðist.
Hið fyrsta, er við gátum greint af vörum hans, voru
þessi orð: „Eg er í sjónum; eg sé hann ekki“.
Einar H. Kvaran: „Að hverju ertu að leita?“
Röddin: „Eg er að leita að einhverjum; eg sé ekkert“.