Morgunn - 01.06.1932, Side 67
MORGUNN
61
leyfisleysi, en gaf mér vonir um að hann kæmi oftar, yrði
sér leyft það.
Rétt á eftir heyrðum við aftur til Finnu, er nú fór
að tala við okkur og var auðheyrt að hún var nokkuð
undrandi. „Eg veit ekkert, hver þetta var, sem var að tala
við ykkur, hann kom alveg óvænt; það var ekki gert ráð
fyrir að hann kæmi.
Einar H. Kvaran spurði Finnu nú, hvort hann hefði
ekki mátt það. „Þeir segja hann hafi mátt það, það hafi
ekkert gert til“, svaraði Finna. Eg spurði nú Finnu, hvort
hún sæi þennan mann enn inni hjá okkur. Finna kvaðst
sjá hann, en krafturinn væri mikið farinn að minka. „Eg
sé háan mann, fremur toginleitan en kringluleitan, hann
hefir ósköp lítið skegg á efri vörinni, það er svo ljósleitt,
en hann hefir ekki haft það allt af. Eg sé hárið á honum
illa, mér* sýnist það bara vera ósköp lítið'*. Síðar lýsti hún
því betur og cagði það væri sem næst hvítt, og er það rétt.
„Eg ætla að skoða augun í honum“, sagði Finna. „Þetta
er ekki vel skýrt, mó-móleit eru þau ekki, en mér sýnast
eins og einhverjir móleitir blettir í þeim, það er einhver
blendings-blákembu-grálitur á þeim. Eg get þetta ekki
betur“. „Heldurðu hann þekki eitthvert okkar, Finna
mín?“ spurði Einar H. Kvaran þessu næst. Eg hafði þá
ekki látið neitt í ljós urn það, er sannaði mér, hver hér
væri að verki. „Já, það er nú alveg áreiðanlegt", svaraði
Finna. „Hann þekkir hann Einar Loftsson. Hann stend-
ur fast hjá honum“. „Skilaðu hjartanlegri kveðju til hans
frá mér, Finna mín“, mælti eg. „Nú varð hann glaður,
sagði Finna; en hvað hann brosir innilega til þín“. Fleiru
kom hann ekki í gegn á þessum fundi.
Eins og eg hefi áður sagt frá, fórst vélbátur frá
Helgustöðum, haustið 1923, í aftakaveðri. Á bátnum voru
4, drengirnir, sem eg hefi verið að segja ykkur frá, mág-
ur Ólafs, og bróðir hans, Eiríkur, er eg er sannfærður
um að þarna hafði talað við mig. Hann segist hafa komið
á eftir hinum tveimur að sambandinu og á þar auðvitað