Morgunn - 01.06.1932, Síða 70
64
MORGUNN
réttu“. Lét hann vel yfir högum sínum og líðan, „en þó
við séum ánægðir og okkur líði vel, grípur okkur stund-
um þrá eftir gömlu vinunum okkar, sem ennþá eru eftir“.
Kvaddi hann okkur því næst og þakkaði fundarfólkinu
mjög innilega fyrir ástúð þá og bróðurhug, er það sýndi
sér og þeim öllum.
Það er alveg rétt, að hann hafði miklar mætur á
ljóðabók Jónasar Hallgrímssonar og það, að hann segir,
að hann ætti nú að muna, eftir hvern þessi bók væri, á
sennilega við það, að eg gaf honum þessa bók. Þá segir
hann enn fremur, að hann hafi í fyrstu ætlað að segja
Jóhann, en orðið úr því Jóhannes. En nafnið Jóhann er
rétt nafn á mági hans, Jóhanni Þorvaldssyni á Eskifirði.
Það er líka rétt, að þennan dag var eg að skrifa bræðrum
hans, og eins það, að við höfðum oft verið saman, og tal-
að um bækur og efni þeirra.
Nokkuð er það líka einkennandi fyrir hann, hversu
fast hann sækir það, að komast að sambandinu, og yfir
höfuð að láta mig vita af sér. Hann var kappsamur, og
lítt um það gefið að gefast upp við að koma því í fram-
kvæmd, er hann hafði ætlað sér, og líka það, að reyna til
að tryggja að það, sem hann segði, kæmist rétt í gegn
er mjög í samræmi við persónuleik hans.
Á fundi þ. 31. marz síðastl. talaði hann aftur af vör-
um miðilsins og í þetta skifti náði hann hvað sterkustum
tökum á sambandinu. Honum tókst að tala í eðlilegum
málrómi, og öll sérkennileg blæbrigði raddarinnar nutu
sín til fulls. Eg á naumast orð til að lýsa þeim fögnuði og
feginleik, er fyllti hug minn, eða þakklæti mínu við mátt-
arvöld alheimsins fyrir að fá aftur að heyra rödd þess
vinar tala við mig, er eg unni af alhug, og hafði verið mér
allt það er hann var mér. „Dálítið sönnunaratvik tók eg
með mér“, mælti hann. „Þú manst eftir litla herberginu
heima hjá okkur, já heima hjá mér, en við áttum stundum
heima þar báðir samtímis. Við vorum oft saman í herberg-
inu á kvöldin“, hélt hann áfram, „og stundum oftar; þar