Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 72
66
MORGUNN
frk. Björg Hafstein ekki getað hlotið neina vitneskju eft-
ir venjulegum leiðum. Hún hefir ekki komið á Austurland,.
ekki séð þá, eða getað neitt um þá vitað, svo öll áðurfeng-
in vitneskja um þá eða hagi þeirra eða samveru mína
með þeim er gersamlega útilokuð. Þá skal eg að lokum
geta þess, að síðastliðið vor hafði eg beðið um einkafund
hjá frú Guðrúnu í þeim tilgangi, að veita undanförnum vin-
um mínum sem bezt tækifæri til að koma skilaboðum og
endurminninga-sönnunum sínum úr liðnu jarðlífi sínu til
mín eða annara eftirlifandi ástvina sinna. Fundardagur
hafði ekki verið ákveðinn, er eg hlaut óvænta heimsókn
af góðvini mínum, Ólafi Helgasyni, er eg hefi áður minst
á í erindi þessu. Hann þráði mjög, eins og gefur að
skilja, að koma sjálfur á sambandsfund. Eg eftirlét hon-
um þegar fundinn og öðrum kunningja hans, er komið
hafði til borgarinnar um leið. Yar fundur þessi haldinn.
hjá Einari H. Kvaran.
Eg var sá eini af fundargestunum, er frú Guðrún
þekti í sjón. Hina samfylgdarmenn mína, þá Ólaf Helgason
og Vilhjálm Stefánsson frá Norðfirði, þekti frú Guðrún
ekki, vissi engin deili á þeim, né hvaðan þeir voru. Þeir
voru heldur ekki nafnkyntir frúnni áður en fundurinn.
byrjaði, og frúin varð að aðgreina, við hvorn þeirra hún
átti, er hún var að lýsa fólki því er kom til fundar viö
þá, með því að tala um manninn er sæti hægra, eða vinstra
megin, við mig.
Eftir að ljósið var slökt, og hinir venjulegu sálmar
sungnir, hóf frú Guðrún máls á því, að hún sæi konu
standa hjá manni þeim, er sat vinstra megin við mig, þ.
e. hjá Vilhjálmi Stefánssyni. „Kona þessi er með ljósgult
hár“, mælti frú Guðrún. „Hár hennar er nokkuð langt,
en ekki þykkt, eða virðist ekki vera það, augun eru grá-
blá; hún virðist fremur smáleit, blíðleg á svip, bjartleit,
rjóð í kinnum, svipur hennar er einstaklega góðlegur, og
hún virðist vera blíðlynd. Hún sýnist vera meðallagi há,
fremur grönn, með fallegar herðar. Hún sýnir mér borð;