Morgunn - 01.06.1932, Side 74
68
MORGUNN
tugt, svona kringum 19 ára. Hann er fremur hár að sjá,
en mér finst alt benda til þess, að hann hafi ekki verið
búinn að fá fullan þroska, þegar hann fór héðan, en lík-
amsvöxtur hans bendir helzt á það, að hann hefði getað
orðið nokkuð þrekinn með aldrinum. Hann er herðabreið-
ur, heldur smágerður í andliti, munnurinn lítill og nett-
ur, og þegar hann brosir, er eins og votti fyrir spékopp-
um í kinnunum. Hárið er skolleitt. Hægra megin í því er
sveipur, það virðist fremur óþægt við hann, hann greiðir
hárið aftur. Getið þér kannast við þennan pilt af lýs-
ingunni?“ spurði hún því næst. Svaraði hann því játandi.
,,Hann hefir haft ákveðna löngun til starfs og athafna“,
hélt frú Guðrún áfram. „Hann hefir verið sérstaklega
prútt ungmenni í allri framgöngu, glaðlyndur og kátur,
skapstór, en venjulega glaður og stiltur“. Getur hann sagt
yður eða sýnt með hvaða hætti hann fór yfir um? spurði
Ólafur frú Guðrúnu. Hún svaraði, að honum væri það
fremur óljúft; það færi eins og hrollur um hann við að
rifja það upp. Einar Loftsson greip nú fram í og bað
hann um að reyna að koma sem flestu af því í gegn, er
orðið gæti eftirlifandi ástvinum hans frekari sannana-
tryggingar fyrir framhaldslífi hans. „Hann þekkir Einar
Loftsson áreiðanlega“, sagði frú Guðrún; „hann lítur svo
innilega til hans. Hann hefir verið í rúmi, þegar hann i
dó, en ekki venjulegu rúmi; eg sé eins og koju í skipi,
helst í litlum bát. Ó, hann hefir druknað. Eg sé líka hjá
yður heldur lágan mann með jarpt yfirskegg, dökkjarpt
hár, með nokkuð áberandi kollvik. Hann hefir skift hár-
inu í miðju og greitt það aftur á við. Hann hefir gráblá
eða frekar bláleit augu, miklar, dökkar augabrýr, heldur
þreytulegur í útliti; það lítur út fyrir að hann hafi unn-
ið mikið, verið starfsmaður góður. Hendur hans virðast
fremur smáar, en þrútnar og þreytulegar, eins og þær
beri merki eftir vosbúð, kulda og erfiði; mér finst hann
hafi verið sjómaður; ó, hann hefir líka druknað. Hann
virðist ekki vera eins rólegur og pilturinn, sem eg var að
k