Morgunn


Morgunn - 01.06.1932, Page 75

Morgunn - 01.06.1932, Page 75
MOEGUNN 69 lýsa áðan. Getur verið það sé af því, að hann sé óvanur að koma að sambandinu, en mér virðist líka hann muni hafa skilið meira eftir, sem batt hann við jarðlífið, konu og börn. Hvað er þetta?“ sagði frú Guðrún, „skelfing er margt í kringum yður af mönnum,, sem hafa druknað“. Kvað Ólafur það ekki vera ólíklegt. Þessu næst kom maður að sambandinu, er frú Guð- rún þekti sjálf, en aðrir viðstaddir þektu ekki persónu- lega. Kvað hún þennan mann þrá mjög að koma skila- boðum til konu sinnar. Frú Guðrún kvaðst mega til að verða við ósk hans, og var Einar Loftsson sérstaklega beðinn að koma þeim til konu þessarar, og lofaði hann að verða við þeirri ósk. Frú Guðrún beindi nú þessu næst orð- um sínum til Vilhjálms Stefánssonar. „Konan, sem eg var að lýsa fyrir yður í fundarbyrjun, er enn hjá yður“. Vil- hjálmur Stefánsson spurði nú frú G'uðrúnu, hvort hún gæti fengið að vita, hvort langt væri síðan hún hefði far- ið yfir um. Frú Guðrún taldi sennilegt, að nokkuð langt mundi vera síðan; ef svo væri ekki, þá hlyti hún að hafa verið óvenju vel þroskuð, er hún fór héðan, sér virðist öllu sennilegra, að nokkuð langt muna vera síðan. Vilhjálmur Stefánsson spurði frú Guðrúnu ennfrem- ur, hvort hún gæti fengið að vita, með hvaða hætti dauða hennar hefði borið að. „Eg fæ þjáningar í lífið“, svaraði frú Guðrún; „mér finst eg þenjast út, eins og eitthvað þrýsti niður; mér finst þessi áhrif einna líkust því, sem eg ætli að fara að eiga barn“. Vilhjálmur Stefánsson gat þess þá þegar, að sér væri þetta nóg. „Hún hefir dáið af barnsförum“, sagði frú Guðrún, og kvað Vilhjálmur það rétt vera. Hann spurði nú frú Guðrúnu þessu næst, hvort hann sæi ekki fleira fólk með henni. Frú Guðrún svaraði því, að hún sýndi sér mann, er hún sæi fremur óglögt, „því hann snýr baki að mér; og eg sé hnakkann á honum fremur vel; hann er fallegur, hárið fremur ljóst, nærri því hvítt. Mér virðist sem þessi maður, er hún sýnir þannig og vek-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.