Morgunn - 01.06.1932, Síða 84
78
M 0 R G U N N
álíti að um svik sé að ræða af hálfu miðilsins, og að það
sé hann sjálfur, sem sé að breyta röddinni til þess að
blekkja menn.
Eg hefi aðeins einu sinni verið á fundi þar sem bein-
ar raddir heyrðust. Það var í London síðastliðið vor. Um
það leyti var stödd þar ameríski miðillinn, Mrs. Murphy
Lydy, sem er vel þekktur raddamiðill í Ameríku, og er
talin ábyggilegur miðill. Fundurinn var haldinn um há-
bjartan dag, en myi'kur var í fundarhei’berginu. Miðill-
inn fór ekki í sambandsástand, heldur talaði með bæði við
hina framliðnu og við fundarmenn, sem voru 10—12.
Aðalstjórnandi Mrs. Lydy var lítil stúlka, sem „Sun-
flower“ eða Sólarblóm, hét, og ennfremur amerískur
læknir, dr. Green að nafni. Rödd Sunflower var ákaf-
lega barnsleg og eðlileg og heyrðist skýrt og greinilega.
En mér fannst dálítið einkennilegt, hvað doktor Green
hafði undarlega líkan málróm og miðillinn, og hefði eg
vel getað trúað að hér væri um einhver svik að ræða,
og að Mrs. Lydy talaði sjálf, en breytti rödd sinni eftir
því sem henni væri mögulegt. Eg hafði ekki kynnt mér
mjög mikið hinar beinu raddir eða hvernig þær væru
framleiddar, og verð að segja að eg var dálítið í efa um,
hvort eg ætti að taka þetta gilt. En með tilliti til þess-
ara skýringa, um að þeir sem tala noti barka miðilsins
á þann hátt, sem höfundur bókarinnar segir, er þetta
betur skiljanlegt.
Að vísu hefði það tekið af öll tvímæli, ef töluð hefði
verið íslenzka á þessum fundi, en því miður tókst það
ekki, hvernig sem á því stóð. Hinsvegar komu fram á
fundinum ýmsar raddir, aem töluðu við dði'a fundar-
menn, og voru þær allfrábrugðnar rödd doktor Greens
eða miðilsins, og töldu margir sig hafa fengið góðar
sannanir á þessum fundi.
Eg get um þetta í þessu sambandi ekki af því að
það komi málinu beint við, en frekar til þess að benda á,
að ef einhver yðar skyldi eiga kost á að heyra beinar