Morgunn - 01.06.1932, Page 89
MORGUNN
83
Höfundur spyr þá, hvort hún muni geta talað við
sig, og gerði hún það. Það var augljóst af samtalinu, að
hún vissi ekkert um breytinguna, sem orðið hafði, en
hún sagði ýmislegt, sem sannaði hver hún var, meðal
annars hvaða sjúkdómur hefði gengið að sér, sem mið-
illinn getur varla hafa vitað um, enda þekti hann ekki
konuna persónulega. Mr. Findlay skýrir fyrir henni
hvaða breyting hafi orðið á lífi hennar, að hún sé nú
í andaheiminum og að hún hafi þar með algjörlega yf-
irgefið efnisheiminn.. Og síðan sagði hann: „Þekkið þér
ekki þann, sem stendur hjá yður?“ Nei, eg sé engan“.
Þá sagði sonur hennar, að hún þekti sig ekki enn þá.
Töluðu þá ýmsir aðrir ættingjar hennar, og nokkru síð-
ar á fundinum talaði hún aftur, og spurði Mr. Findlay
hana þá, hvort hún hafi ekki séð Cecil. ,,Nei“, svaraði
hún, ,,hvar er hann?“ En alt í einu breyttist röddin
og varð mikill gleðihreimur í henni, því nú hafði konan
séð son sinn við hliðina á sér. Nokkru síðar var fund-
armönnum sagt, að sonur hennar hefði farið burt með
hana, og að hún muni bráðum átta sig alveg.
Þessi saga sýnir greinilegar en nokkuð annað, að
það er rétt, sem oss hefir oft verið sagt, að menn eiga
stundum erfitt með að átta sig fyrst í stað, er þeir koma
yfir um, og að menn geta ekki heldur séð þá menn, sem
lengra eru komnir, meðan þeir sjálfir eru skamt á veg
komnir hinumegin.
Þetta er ekki neinn draumaheimur, heldur hlut-
rænn — objektiv — veruleiki, og hver hefir þar sitt
verk að vinna. Hver og einn stendur undir ákveðinni
stjórn og verður að hlýða því sem honum er sagt af
þeim sem yfir hann eru settir. Lífið er ein órofin heild,
sem ekki verður slitin eða eyðilögð á nokkurn hátt.
Það kemur fram í ýmsum myndum, en vér getum ein-
ungis orðið þess varir, þegar það er í sambandi við
6*