Morgunn - 01.06.1932, Side 90
84
M 0 RG U N N
efnið, sem vér getum skynjað með hinum takmörkuðu
skynfærum vorum.
Þetta er í stuttu máli fáeinar af þeim niðurstöð-
um, sem höfundur bókar þessarar hefir komizt að, eftir
upplýsingum, er hann hefir fengið hjá framliðnum mönn-
um, mest með beinum röddum, með aðstoð Mr. Sloans.
Það er að vísu minst á fjölda margt annað, sem snert-
ir samband heimanna, og einkum ýmislegt, sem gerir
auðveldara að skilja ástand eterheimsins með tilliti til
eðlisfræðiþekkingar nútímans, en út í það ætla eg ekki
að fara að sinni.
Aftur á móti langar mig til að segja yður nokkuð
ítarlega frá ýmsum svörum, sem höfundur hefir fengið
við spurningum, er hann hefir lagt fyrir framliðna menn
um ástand þeirra. Á slíkum fræðslukvöldum, sem hann
kallar svo, var hann ávalt einn, nema hann hafði auk
miðilsins hraðritara, sem hraðritaði alt, sem sagt var
jafnharðan. Það kann að vera, að þér hafið heyrt ým-
islegt af því, sem sagt er, og hefir jafnvel verið minst
lauslega á sumt áður í kvöld, en samhengisins vegna er
ekki gott að sleppa úr því, nema eitthvað missist við
það. —
Á þeim fundi, sem það fór fram, er eg ætla að
skýra frá nú, veit höfundur ekki við hvern hann talar,
en honum er sagt, að sá sem tali, sé sendur til þess að
upplýsa hann um þá hluti, sem hann vill vita. Mr. Find-
lay spyr um ýmislegt sem honum dettur í hug í svipinn,
og tek eg upp spurningarnar og svörin svo að segja orð-
rétt. Spyr hann fyrst þannig:
Sp.: Hér á jörðunni getum við að eins orðið
varir við fýsiska efnið, það er að segja jörðina, sólina
og stjörnurnar. Hvað hefir það sem við köllum rúmið
inni að halda?
Svarið við þessari spurningu er þetta:
Sv.: Eg get að eins svarað þér upp á þetta að svo
miklu leyti, sem þekking mín leyfir. Utan um þinn heim