Morgunn - 01.06.1932, Page 92
86
MORGUNN
ar jörð. Því meira sem þroskinn heldur áfram, því minna
hugsum við um jörðina. Það er alt undir því komið, hve
mikla löngun við höfum til þess. Við getum komist í
samband við jörðina, þegar við viljum. Ef við höfum eng-
an vilja á því, þá komum við ekki aftur til jarðarinnar.
Sp.: Höldum við alt af einstaklingseðli okkar?
Sv.: Nú skaltu hugsa þér dal milli f jallshlíða, þar
sem lítil á rennur eftir dalnum. Það fer að rigna og
smám saman fer regnvatnið að safnast í smálæki, sem
renna niður hlíðina og renna saman í dálítið stærri
læk, sem heldur áfram þar til hann sameinast ánni í
dalnum, og heldur nú áfram alla leið til sjávar. Það
má líkja hverjum einstakling við frumeindina í regn-
dropanum. Frumeindin heldur lögun sinni og séreðli
alla leiðina frá fjallshlíðinni til sjávarins, og jafnvel í
sjónum missir hún ekki eðli sitt. Þannig er það með
okkur, við höldum áfram jafnt og þétt, en höldum alt
af einstaklingseðli okkar, þar til við sameinumst skiln-
ingshafinu mikla og verðum hluti af guðdómnum.
Sp.: Þetta er mjög góð skýring, en svo við víkjum
aftur augnablik að svarinu, sem þú gafst mér um veru-
ieika heimsins, sem þú ert í. Þú sagðir, að umhverfi ykk-
ar væri komið undir ástandi hugar ykkar. Er þá líf ykk-
ar að eins andlegs eðlis, eða getið þið snert á og fundið
til umhverfis ykkar alveg eins og við gjörum hérna?
Með öðrum orðum, er ykkar heimur efnisheimur eins
og okkar?
Sv.: Okkar heimur er ekki efnisheimur í sama
sldlningi og ykkar, en er raunverulegur þrátt fyrir það,
hann er áþreifanlegur, en búinn til úr einskonar efni
með miklu hærri sveifluhraða en efnið, sem ykkar heim-
ur er gjörður úr. Hugir okkar geta því verkað á hann ^
á alt annan hátt en ykkar hugir geta á efnið í ykkar
heimi. Eins og hugur okkar er, eins er líka ástand okk-
ar. — Fyrir þeim, sem eru góðir, er umhverfið fagurt,
fyrir þeim, sem eru illir, er það gagnstætt.
j