Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 93
MORGUNN
87
Sp.: Áttu þá við, að þið lifið í draumaheimi, þar
sem alt virðist raunverulegt, en er það ekki?
Sv.: Nei, við lifum ekki í draumaheimi. Eins og eg
hefi sagt, eigum við heima í raunverulegum, áþreifan-
legum heimi, þó frumeindirnar, sem hann er úr, séu
öðruvísi en þær, sem mynda ykkar heim. Hugur okkar
getur verkað á þetta á þann hátt, sem þið getið ekki
gert á ykkar heim. Þið lifið í heimi, þar sem sveiflu-
hraðinn er lægri.
Sp.: Býr þá hver um sig í heimi, sem hann hefir
sjálfur myndað sér?
Sv.: Það gera allir, þú gerir það, og eg geri það
líka; en ef þú átt við það, hvort við getum séð og þreif-
að á því sama, þá svara eg því játandi. Allir, sem eru
á sama sviði, geta skynjað sömu hlutina. Við erum í
•sama heiminum og þið, en í fíngerðara ásigkomulagi.
Sp.: Getið þið snert á því, sem þið sjáið?
Sv.: Já, auðvitað getum við snert á því, og fundið
til þess, og yfirleitt orðið varir allra hinna sömu til-
finninga og þið.
Sp.: Etið þið og njótið fæðunnar?
Sv.: Já, við etum og drekkum, en það er ekki á
þann hátt, sem þið eigið við með því að eta og drekka.
Fyrir okkur er þetta andlegs eðlis. Við njótum þess and-
lega, en ekki líkamlega eins og þið.
Sp.: Eg get ekki séð þig, en ef eg gæti séð þig,
hvernig myndir þú þá líta út, fyrir mínum sjónum?
Sv.: Eg hefi líkama, sem er alveg eins og sá, sem
eg hafði á jörðinni, sömu hendurnar, og sömu fæturnir,
og eg hreyfi þá, eins og þið gjörið. Eg hafði þennan
eterlíkama á jörðinni, og var hann þá í algjöru sam-
bandi við jarðlíkamann. Eterlíkaminn er hinn raunveru-
legi líkami, og þegar við deyjum, losum við okkur að
eins við jai’ðnesku umbúðii’nar og höldum lífinu áfi'am
í eterheiminum, starfandi í eterlíkamanum, alveg eins
-og við störfuðum á jörðinni í efnislíkamanum. — Þessi