Morgunn - 01.06.1932, Page 95
M0R6UNN
89
tímar líða, og er við höfum þroskast nægilega, þá flvtj-
umst við yfir á annað svið, og þaðan er ekki svo g:>tt
að komast í samband við ykkur. Það köllum við síðari
dauðann. Þeir, sem eru komnir yfir þetta stig, geta kom-
ið til okkar á því sviði sem við erum, en við getum ekki
komið til þeirra, fyrr en við höfum líka komist yfir það.
Þeir, sem hafa farið yfir þetta stig, koma ekki oft að
tala við ykkur á jörðinni beinlínis, eins og eg geri nú.
En þeir geta sent boð sín til mín eða einhvers á mínu
sviði, og við komum þeim svo til ykkar.
Sp.: Þú sagðir, að ykkar heimur snerist með okk-
ar heimi. Hvernig verður þetta, og gengur ykkar hein;-
ur þá með jörðinni kringum sólina?
Sv.: Sviðin, sem næst eru jörðinni, gera það, því
þau tilheyra þessari plánetu. Við getum ekki séð heim-
inn snúast, því við snúumst með honum. Við getum ekki
séð ykkar heim fyr en við komumst í jarðneskt ástand.
Þegar við gerum það, lækkum við sveifluhraðann, og
komumst þannig niður af einu sviði á annað, þangað til
við erum komin til jafns við þann sveifluhraða, sem ykk-
ar heimur hefir. Við getum allir komist niður, en við
getum ekki komist upp fyrir okkar svið fyrr en við er-
um viðbúnir breytingunni.
Sp.: Hvernig færi fyrir ykkur, ef þessi jörð rækist
á einhverja aðra stjörnu og gereyðilegðist?
Sv.: Það hefði engin áhrif á okkur, okkar heimur
er algerlega óháður jarðneska efninu.
Sp.: Endurholdgumst við aftur á jörðinni?
Sv.: Þetta er spurning, sem eg á örðugt með að
leysa úr. Eg hefi ekki þekkt neinn, sem hefir gjort það.
Eg fór yfir um fyrir mörgum árum og allt í kring um mig
eru menn, sem hafa lifað á jörðinni, fyrir þúsundum
ára sumir hverjir. Þetta er allt, sem eg get um þetta sagt,
því þekking mín nær ekki svo langt, að eg geti sagt
meira.
Sp.: Lifa dýrin eftir dauðann?