Morgunn - 01.06.1932, Page 97
MOEGUNN
91
En þrátt fyrir það, er svo að sjá, sem svör þau, er
Mr. Findlay fær, séu að mestu leyti í samræmi við það,
sem áður er sagt um þessa hluti af öðrum og annars
staðar. Og það hefir þá alt af það gildi, að slíkt stað-
festir þá þekkingu, sem áður er fengin, og menn geta
smám saman gert sér ljósara, hvað við taki, er þeir
flytjast héðan, að svo miklu leyti sem hægt er að koma
orðum að og útskýra það ástand, sem ríkir í öðrum
heimi en okkar.
Yður finst ef til vill, að fullmikið hafi verið gert
að því, að tala um sveiflur og sveifluhraða. Nú er það
svo, að eftir því sem efnishyggjuvísindin komast lengra
og lengra í því að rannsaka efni það, sem þessi heimur
er gerður af, eftir því komast þau nær því að álykta, að
alt efni megi leysa upp í frumeindir og frumeindirnar
aftur í sveiflur með mismunandi sveifluhraða.
Og út frá þessum rannsóknum eru margir vísinda-
menn farnir að gera ráð fyrir ósýnilegum heimi, sem þá
er um leið andlegur. í byrjun fyrra árs komu út tvær
bækur í Englandi, önnur eftir einhvern merkasta stærð-
fræðing og stjörnufræðing Englands, Sir James Jeans,
er hét „The Mysterious Universe“ — Dularfulli alheim-
urinn, og önnur, sem var fyrirlestur, er eðlisfræðingur-
inn frægi, A. S. Eddington, hafði haldið, og hét „Science
and the Unseen World“ — Vísindin og ósýnilegi heim-
urinn. í báðum þessum bókum er þetta efni nokkuð
tekið til meðferðar, og gera báðir þessir vísindamenn
ráð fyrir ósýnilegum heimi, sem stjórnað sé af andlegu
vitsmunaafli. Skýring efnishyggjunnar nægir þeim ekki
lengur.
En þessi kenning um, að mismunandi sveifluhraði
sé orsök þess, að vér sjáum ekki þann heim, sem hinir
framliðnu segjast eiga heima í, er í raun og veru mjög
aðgengileg. Við vitum, að teinarnir eru í hjólinu, þó
þeir sjáist ekki, þegar því er snúið hratt, en þeir, sem