Morgunn - 01.06.1932, Page 98
92
MORGUNN
aldrei hefðu séð nokkurt hjól nema í fullum gangi, gætu
sennilega ekki trúað því, að nokkrir teinar væru í því.
Þegar litið er í stjörnukíki, sést ótölulegur grúi af
stjörnum um alt himinhvolfið, sem alls ekki eru sýnileg-
ar með berum augum. Það, sem áður hefir virzt tómt
og dautt rúm, kemur nú í ljós, að er fult af lífi og hreyf-
ingu, og þó sjást einungis þeir hnettir, sem eru sjálflýs-
andi eins og sól vor. En fylgihnettirnir, sem vafalaust
fylgja hverri slíkri sól, og allar líkur benda til að bygð-
ar séu lifandi verum, eins og jörð vor, þótt vér getum
ekki gert okkur í hugarlund, hvernig því lífi sem á þeim
þróast, kunni að vera varið, þeir sjást alls ekki, þó sterk-
ustu stjörnukíkirum sé beint á þá.
Á hinn bóginn hefir smásjáin leitt í ljós, að í hverj-
um vatnsdropa þróatt margbrotið jurta- og dýralíf, sem
engum væri sýnilegt án hennar, og umbætur á smásjánni
hafa í för með sér nýjar og nýjar uppgötvanir í smá-
heiminum.
Þannig hafa menn getað rannsakað hið ósýnilega
í náttúrunni, bæði upp í hið stóra, stjörnukerfi himin-
geismsins, og niður í hið smáa, dýralífið í vatns-
dropanum.
En sálarrannsóknir nútímans hafa beinst í enn aðra
átt, hvorki upp í stórheiminn (makrokosmos) eða niður
í smáheiminn (mikrokosmos), heldur út yfir hvort
tveggja, og inn á alveg nýtt svið, þar sem hvorki smá-
sjáin, stjörnukíkirinn eða önnur venjuleg vísindaáhöld
koma að gagni.
Ennþá sem komið er, eru hin einu verkfæri sem
þekkjast til rannsókna á þessu efni, mannlegar verur,
menn og konur, sem eru gædd vissum eiginleikum í
ríkari mæli en aðrir. Fyrir þeirra milligöngu hefir opn-
ast nýr heimur, eterheimurinn svonefndi, sem bygður
er fyrst og fremst af þeim mönnum og konum, sem af
mörgum hafa verið álitnir hættir að vera til, bygðir af