Morgunn - 01.06.1932, Síða 99
MORGUNN
93
öllum þeim miljónum og aftur miljónum, sem lifað hafa
á þessari jörð og ef til vill víðar í alheiminum, en efn-
ishyggjuvísindin hafa talið úr sögunni með öllu.
Hvort einhvern tíma kunna að finnast áhöld, sem
geta komið í stað miðlanna og leitt í Ijós á þann hátt,
sem vísindin telja örugt, hið stórfelda líf í eternum, er
ekki hægt að segja um, en þangað til það verður, munu
sálarrannsóknirnar beinast í þá átt að safna sannana-
-gögnum fyrir því, að það líf eigi sér stað. Og til þess
verður að nota miðlana, og þá ekki hvað sízt radd-
miðla eins og þann, sem eg hefi sagt yður lítillega frá
í kvöld.
Það er mikið hlutverk, sem sálarrannsóknirnar eiga
fyrir höndum. Það hlutverk er, að færa sjóndeildar-
hring efnishyggjuvísindanna, sem þegar nær upp í stóra
heiminn og niður í smáa heiminn, út yfir þennan sýni-
lega heim, inn í eterheiminn og sanna það, að aldagömu’
trú og efnishyggjuvísindi nútímans eigi eftir alt saman
samleið á þessu sviði.
Hverja breytingu slíkt mundi hafa í för með sér
fyrir líf mannanna á jörðinni, ætla eg ekki að reyna að
gera mér í hugarlund, eða lýsa fyrir yður, en vil að eins
biðja yður að hugleiða, hvort ekki séu líkindi til þess.
þegar sá sannleiki er alment viðurkendur, að hinn sýni-
legi heimur er ekki hinn raunverulegi, heldur sé raun-
verulegi heimurinn andlegur heimur, þar sem alt er
miðað við andlegan þroska og andlega hæfileika, að
menn talci þá að miða líf sitt og starfsemi á jörðinni
við þá staðreynd, og ætti þá ekki að líða á löngu, að
líðan manna og sambúð við aðra taki einhverri tölu-
verðri breytingu frá því sem nú er.