Morgunn - 01.06.1932, Síða 102
96
M 0 R G U N N
færi til þess að koma með það, sem hann beri fyrir
brjósti. Hann heldur, að hún geti hjálpað sér með nokk-
uð, en hann verði fyrst að reyna að kynnast henni bet-
ur. Og hann biður um leyfi til þess að fá að nota hæfi-
ieika hennar.
Aftur var haldinn sambandsfundur, þar sem þessi
framliðni maður kom. Um þann fund er ekkert skráð
annað en það, að þegar Ingibjörg vaknar úr sambands-
ástandi, finnur hún blýantsritað bréf á borðinu fyrir
framan sig, með einkennilegri rithönd, og bréfritarinn
tjáir henni, að hann ætli að leita til hennar um hjálp,
þegar góð skilyrði verði fyrir hendi.
Þann 4. marz 1929 sér Ingibjörg þennan ókunna
mann í 3. sinn á sambandsfundi. Þá segir Ludvig, hinn
framliðni bróðir hennar, henni, að þessi maður eigi ó-
lokið starfi, sem hann viljifá hana til að hjálpa sér með.
Þá snýr ókunni maðurinn sér beint að henni. Hún þekk-
ir hann aftur, en verður hrædd við það, að hann spyr
hana, hvort hún vilji vera verkfæri sitt. Hún afsegir
það. En Ludvig skýrir það fyrir henni, að maðurinn eigi
ekki við annað en að biðja hana að hjálpa sér með nokk-
uð, sem þjái hann. Hann hafi verið að leita að nokkuru
árum saman. Og nú eigi hún að fara með honum inn i
herbergi í húsinu, sem hún hafi séð hann í fyrsta skiftið,
en ekki eigi það að vera í sömu stofunni, sem hún hafi
þá talað við hann í.
Ffamhaldið og niðurlagið kom 29. maí 1929 á
heimili frúarinnar, sem eg hefi áður getið um, að hafi
séð kjólklædda manninn 5 sinnum. Þá er enn haldinn
sambandsfundur og farið að biðja frú Ingibjörgu, sem
er í trance, að hjálpa þessum manni. Hún er nokkuð
treg. Hún lætur samt til leiðast og henni er sagt að
leggja af stað og elta framliðnu mennina. Þetta skilst
sumpart af því, sem hún segir við þá í sambandsástand-
inu, sumpart af því, sem hún hefir upp eftir þeim.
Húsbóndinn á þessu heimili, vísindamaðurinn, sem