Morgunn - 01.06.1932, Side 104
98
MOEGUNN
á bréfin í björtu ljósi. Annað bréfið var umslagslaust, og
skriftin var svo dauf, að við héldum fyrst, að bréfin væru
skrifuð með blýant. Bréfið var farið að gulna, en alveg
slétt og óvelkt. Konan mín laut niður og las orðin: „Eg
get beðið“.
Óþekti gesturinn hélt því fast fram út af vörum frú
Ingibjargar, að bréfin ætti að brenna. Við dagvitund
sjálfrar hennar varð engu sambandi náð, og fundarmönn-
um fanst ekki drengilegt að gera neitt annað við bréfin
en fyrir var mælt. Húsfreyjan kveikti eld í ofninum og
bréfin voru lögð á logann.
Þá var sagt af vörum frú Ingibjargar: „Nú hefi eg
fengið því framgengt, sem eg hefi verið að vinna að um
langan tíma. Hér var að tefla um sæmd konu, sem var í
hættu, meðan bréfin voru hér. Eg var sjálfur valdur að>
þessu. Eg skil það vel, að ykkur langaði til að lesa það,
sem í bréfunum var, en þá hefði öll mín fyrirhöfn verið'
árangurslaus. Eg verð að biðja ykkur að minnast ekkert
á þetta við ungu frúna (miðilinn), því að eg ætla að koma
til hennar einu sinni enn“.
Miðillinn heyrist þá hafa eftir honum, að þegar hann
komi næst, skuli hann koma með nokkuð, sem ekki verði
tekið aftur.
Þegar miðillinn vaknar, segir hún, að sér hafi fund-
ist hún vera að brenna. Það samband virðist hafa verið
milli líkama hennar og bréfanna. Enginn veit, hvar bréf-
in hafa verið geymd. En líkur eru til þess, að þau hafi ver-
ið bak við súðina í litla klefanum. Af því að svo mikilli
huldu er haldið yfir því, hver maðurinn hafi verið, fær
lesandinn ekkert um það að vita, hvort hann hafi búið
þarna í húsinu. En sennilegt er það. Hjónin í húsinu hafa.
sjálfsagt vitað það, því að hann hafði sagt frúnni nafn
sitt.
Eg hefi ekki tíma til að skýra nákvæmlega frá því,
hvernig það loforð var efnt að skilja nokkuð eftir, sem
ekki yrði tekið aftur. Eg verð samt að minnast á það. Á