Morgunn - 01.06.1932, Page 106
100
MOEGUNN
haldnir í hjá bæjarfóg-etanum, er bókaherbergi. Ein-
hver fundarmanna biður hina ósýnilegu gesti að lesa
klausu í einhverri tiltekinni bók, t. d. 7. bók frá vinstri
í efstu hillu. Ósýnilegu gestirnir virðast gera þetta og
láta miðilinn skrifa það í sambandsástandi í fundar-
stofunni. Þeir segja líka til, á hvaða blaðsíðum það sé
í bókunum. Alt, sem sagt er, er ritað samstundis orð-
rétt, og samtalið, sem fer fram milli miðilsins í sam-
bandsástandi og meðvitundarleysi inn í þennan heim,
gerir það í mesta máta ótrúlegt, að það sé fjarskygni
hennar, eða einhver innri sýn, sem leysir þessa þraut
af hendi. Þess konar fyrirbrigði eru sjaldgæf. Að því
er mér er kunnugt, er þess fyrst getið í sambandi við
enska miðilinn heimsfræga Stainton Moses. Það kom
fyrir hér í Reykjavík, þó að með nokkuð öðrum hætti
væri, 29. og 30. okt. 1906 við tilraunir Haralds Níels-
sonar prófessors með Guðmund Kamban, eins og lesa
má í bók minni ,,Trú og sannanir“, 1. erindinu um „Mátt
mannsandans". En glæsilegast hafa hinir ósýnilegu
förunautar frú Ingibjargar leikið þennan leik af öllum
þeim, sem mér er kunnugt um.
Að lokum verð eg að láta mér nægja, að minnast
nokkurum orðum á tvo fundi, sem bæjarfógetinn hefir
fengið hjá danska miðlinum Eineri Nielsen, sem svo
mörgum íslendingum er kunnur, sumpart af afspurn,
sumpart af eigin sjón og reynd. Fundirnir voru haldnir
á heimili H. E. Bonne, sem ritað hefir bókina „Livet og
Aandeverdenen“, beztu bókina, sem rituð hefir verið
um fyrirbrigði, er gerst hai'a í Danmörku, og er ann-
ars nafnkendur spíritisti og sálarrannsóknamaður. Bæj-
arfógetinn segir, að líkamningarnar hafi þá gerst með
þeim hætti, að út frá fortjaldi byrgisins hafi, án þess
að fortjaldið opnaðist, streymt þokukent, ofurlítið lýs-
andi efni, sem rann saman og lyftist upp frá gólfinu
eins og þokusúla. Smám saman fékk þetta efni fastari
mynd og mannslögun og flutti sig til þeirra fundar-