Morgunn - 01.06.1932, Síða 107
MORGUNN
101
manna, sem það virtist eiga erindi til. Synir Dahls sýndu
sig ekki, en stjórnandi miðilsins sagði inni í byrginu, að
tveir synir norska gestsins væru viðstaddir, en mundu
ekki geta sýnt sig þetta kvöld. Þar á móti birtist honum
kvenvera, sem hann þóttist þekkja, að væri systir sín,
sem dáið hafði fyrir 8 árum.
Hann mintist ekki á það við nokkurn mann, að
hann teldi sig hafa þekt þessa veru. En heiman að frá
sér fær hann bréf um það, að á fundi hjá frú Ingibjörgu
hafi synir hans sent honum kveðju og sagt, að þeir
hefðu verið viðstaddir á fundi hans hjá Nielsen, en
ekki getað birzt. Þar á móti hafi þessi systir hans
sýnt sig.
Bonne undi því illa, að norski gesturinn skyldi ekki
hafa fengið að sjá syni sína, svo að hann stofnaði til
annars fundar með Nielsen þrem dögum síðar. Þá birt-
ist fyrst eldri sonurinn, Ludvig. Bæjarfógetinn þekti
hann vel. Hann var svo vant við látinn að athuga þenn-
an son sinn, að hann gætti þess ekki fyrst, að önnur
vera hafði tekið á sig mannsmynd hinumegin við hann
samtímis. Þá kallaði til hans einhver annar í hringn-
um: ,,Þarna er einhver, sem segir Ragnar. Bæjarfóget-
inn leit við og þá var hinn sonur hans þar kominn og
tók utan um hann — svo að hann stóð þar milli beggja
hinna framliðnu sona sinna sýnilegra.
Sama kvöldið, einni klukkustund síðar, náði frú
Ingibjörg, norður í Noregi, sambandi við bræður sína
í viðurvist móður sinnar. Bræðurnir fluttu kveðju frá
föður,sínum. ,,í kvöld höfum við báðir heilsað honum“,
sagði Ludvig.
Það er ekki undarlegt, að bæjarfógetinn fagnaði
þessum árangri, enda dregur hann ekki dulur á, að það
hafi hann gert. Og alveg dásamlegir þykja honum mið-
ilshæfileikar Einers Nielsen.