Morgunn - 01.06.1932, Page 113
MORGUNN
107
Hann dróst á það, en reyndar er hann þannig gerður, að
hann heldur sér ekki fram til slikra gerninga. Þess er og
að geta, að hann er verkamaður, sem er af þreytuástæð-
um óupplagður alla virka daga til að komast í andlegar
stellingar. Eftir nokkra daga fékk eg frá honum það, sem
nú skal greina:
Aðaldalsins breiða bygð
broshýr sólin gyllir;
ást til minna og óðalstrygð
einatt hugann fyllir.
Þessí vísa er ekki í frásögur færandi, nema þá þess
vegna, að miðillinn getur ekki gert visu sjálfkrafa. Sú
vísa, sem á eftir fer, er merkilegri.
Fór eg um Fífu
fram um Tengur,
greitt er um göngu,
glöggsýn augu,
sé eg skúta
skýla eggja móður,
runna rjúpu
og rindli músar.
Rjúpur, andir og rindlar verpa í hrauninu sunnan við
Sand. Tengur og Fífa eru nöfn á engjalendum norðan við
Sandsbæinn. Miðillinn var og er ókunnugur örnefnum í
landi jarðarinnar, hefir búið í allmikilli fjarlægð og aldrei
komið í Sand, nema ef vera skyldi einu sinni að vetrar-
lagi. Hann var óttasleginn um, að þessi örnefni væru ósönn
og fór þess vegna til nábúakonu sinnar, sem verið hafði
nábúakona mín og spurði hana, hvort þetta gæti staðizt.
Það stóð allt heima. Mig rámar í það, að eg heíði það á
orði við hann, áður en þetta kvæðiskorn kom, að eg teldi
mikilsvert, ef eg fengi örnefni frá þeim.
Næst er að telja það, sem mér þykir merkilegast af
sannanagögnum miðilsins eða sonar míns: