Morgunn - 01.06.1932, Page 115
MORGUNN
109
Hallgrímsson áður, og fleiri skáld. í Eddukvæðum er einn
höfuðstafur og einn stuðull í vísuorðunum á víxl. En í Sól-
setursljöðum fegrar Jónas háttinn með því að setja tvo
höfuðstafi í aðra hvora ljóðlínu t. d.:
Hmg þú /zóglega
í /rafskautið mjúka
röðull /'ósfagur
og ns að morgni.
Þessari fegrun bregður að vísu fyrir í Eddukvæðum t.d.:
Ár var alda
þás arar gullu,
/znigu /zeilög vötn
af /timinfjöllum.
En flestöll skáld vor hirða ekki um þessa göfgun
háttarins, ekki Matthías t. d. né Bólu-Hjálmar.
Eg hefi ávalt í fornyrðakvæðum minum haldið þessari
fegrun á lofti. Og þessi vísa Völundar fylgir þeirri reglu.
Syni mínum var trúandi til þess að vita þetta, en ekki
miðlinum, sem eg hafði aldrei talað við um Ijóðaform.
Það vakti enn fremur athygli mína, að í visunni kallar
hann móður sína frábœra. Hún er það að kærleik og fórn-
fýsi, og ætla má að þeir kostir séu taldir frábærir handan
við landamærin. Ef miðillinn hefði gert visuna, mundi hann
að likindum hafa tileinkað mér þessa einkunn; því að auö-
velt var að segja í vísunni:
Sendi eg að Sandi
sólhlýja kveðju
föður frábærum,
frændum og móður.
Eg skal geta þess, að jafn-vel féll á með föður og
syni, sem móður og syni, og var eg því eins líklegur til
að fá góða einkunn. Eg ætla, að þessi visa verði talin all-
þung á metunum og því þyngri, sem hún er betur lesin
niður í kjölinn. —