Morgunn - 01.06.1932, Page 119
MORGUNN
113
Eg hataði’ af öllu hjarta
Hrafn, sem að meyju bjarta
byrgir að sínum barmi,
bindur og vefur armi.
Þau skyldu’ úr því sverðin skera,
hvor skarðari hlut ætti’ að bera.
En bannað var okkur að berjast,
bannað að sækja og verjast.
Hér átti stríðið að heyja.
Hér áttum við að deyja.
Hér háðum við lokahildi.
Hrafn féll með blett á skildi.
En harma og banasár hlotið
hefi’ eg, og stórum brotið.
Senn verða frændur í sárum,
og svanninn flóir í tárum.
Ógæfu þriggja ætta
örðugt mun að fá bætta.
Þyngstu skópu mér sköpin
skemdarverkin og töpin.
Glóð varð eg annara iljum,
ögrun í skapa byljum.
Örlögin skilur engi.
Ástin á sína strengi.
Helga varð jörð mín og himinn,
höfnin, er þrýtur brimin.
Við barm hennar gat eg grátið,
glaðst eins og barn og látið
stoltið af hönduin við hana
hljóðlátur, orðavana.
Eg fell ei til hennar fóta
framar og má ei njóta.
Það svíða og brenna sárin.
En sefaðu, Helga, tárin,
8