Morgunn - 01.06.1932, Page 120
114
MOEGUNN
er spyrðu, að handan við höfin
hlutskipti mitt yrði gröfin.
Þin vegna þar entu sporin;
þér unni’ eg jafnt haustin og vorin.
Hallar nú döprum degi.
Dauðann eg hræðist eigi.
Eg veit, að í leik þeim eg lyfti
laufa í hinsta skipti.
Djarfhugi, sárt þó svelli,
sigraður heldur velli.
Enginn skal að því hlæja
að Ormstunga þurfi að vægja.
Eg ætla, að það muni ekki leika á tveim tungum, a5
fylt sé í eyðurnar, sem voru í þetta kvæði, svo vel, og
í því samræmi við efnið, sem mest er, að það verði ekki
betur gert. Mér virðist, sem hér sé að ræða um meira en
hégóma og að rétt sé að leggja á borðið svona fágætan
vitnisburð um það, að áhorfandi standi »bak við tjaldið«,
sá, sem man liðna tíð, sér og heyrir það, sem gerist »hérna
megin« og kýs að hafa »hönd í bagga« þeim, er hans
nánustu hafa að bera og geta naumast valdið. Þær vísur,
sem nú verða greindar, bera vott um það:
Þegar birta dagsins dvín,
draumar hugann fanga,
þitt við höfuð, móðir mín
minn eg hvíli vanga.
Mikið er mér sárt að sjá
söknuð þinn og tárin,
og bresta föng að bera á
blóðug hjartasárin.
Tíminn græðir meinin mörg,
mýkir ýmsan vanda,
eilífð þessa býður björg
bezta þér til handa.