Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 121
MORGUNN
115
Seinna, þegar sólin skín,
sælt er það að dreyma:
ástin þín og ástin mín
einn um farveg streyma.
Völundur Guðmundsson.
Eg gat þess, að mig dreymdi stundum fyrir daglátum
og sagði draum til sannindamerkis. Eg ætla nú að lokum
að segja annan draum, sem fyrir mig bar skömmu áður en
eg frétti lát Völundar míns, sem dó í Reykjavík. Eg þóttist
úti staddur við bæ minn og varð mér litið til himins. Hann
var skafheiður og sól í nóns stað. Það undraðist eg í
svefninum, hve hátt sólin stóð, hve heitt hún skein og enn-
fremur þótti mér heiðríkjan furðulega blátær og tárhrein.
Sá draumur var ekki lengri. Þegar eg var barn, heyrði
eg gamalt fólk segja, að sól á lofti — í draumi — boðaði
feigð í þeirri átt, sem sólina sá og sú feigð kæmi niður
á skyldmenni þess, er dreymdi. Sól í nóns stað, frá Sandi,
ber yfir Reykjavík. Hæð sólarinnar gæti táknað það, hve
hátt sonur minn var stiginn, svo ungur sem hann var, i
mannkostum og mentun. Hreinleikur heiðríkjunnar gæti
táknað lundarfar hans, og hiti sólskinsins, sem læsti sig
um mig, gæti þýtt hita sorgarinnar.
Þessi draumur var einstakur meðal drauma minna og
tjáir þessvegna ekki að telja hann markleysu.
Svo sem nærri má geta, er mér viðkvæmt að birta
þá greinagerð, sem eg nú ber fram í dagsljósið. Þó geri
eg það nú eftir langa yfirvegun. Eg geri það til þess að
laða — þó ekki sé nema einn og einn mann á stangli —
til að beina huganum að þeim málefnum, sem mest um
varðar — málefnum, sem felast í þessum setningum:
Hvað er eg?
Hvað er fram undan?
Berast fréttir til vor handan gfir landamœrin?
8*