Morgunn - 01.06.1932, Page 126
120
MORGUNN
andvígan spíritismanum, en að minsta kosti þrisvar á
æfinni fékk hann allskýrar bendingar um framhalds-
lífið og samband við framliðna menn.
Röddin Síðasta skiftið, sem þetta kom fyrir hannr
svo að kunnugt sé, var 10. maí í fyrra.
Hann hefir skýrt frá því í einu af stórblöðum Lundúna.
Hann sat við að semja ónota-grein um Hannen Swaffer,
sem er einn af leiðtogum spíritistisku hreyfingarinnar
á Bretlandi um þessar mundir. Alt í einu heyrir hann
rödd í stofunni, þó að enginn væri þar sýnilega nálæg-
ur. Röddin sagði: ,,Eg held, að þetta sé mikill aula-
skapur, og þú ættir að skammast þín“. Wallace hrökl-
aðist út úr herberginu. Þegar hann kom þangað inn
aftur, var blaðið horfið, sem hann hafði verið að skrifa
á; hann hélt, að það hefði verið brent.
Veran birtist Var Þessu æfintýri hans þar með’
lokið. Nú birtist honum framliðin kona,
sem hann þekti, sú er hafði ávarpað hann svona. Hún
talaði við hann um stund, og þegar því samtali var lok-
ið, hvarf hún. ,,Á einni sekúndunni var hún þarna“r
segir Wallace í greininni. ,,Á næstu sekúndu var hún
þar ekki“. Greinina um Swaffer sendi hann aldrei
frá sér.
McCully heitir kaupsýslumaður í Glas-
Skozkir prestar gQW á gkotlandi, sem hefir átt tal við
a sambands- ° . , . . T ,,
fundum. mann fra einu af Lundunabloðunum og
honum hafa farist orð á þessa leið: „Eg
hefi verið á ótal mörgum sambandsfundum, þar sem
prestar hafa verið viðstaddir. Eg minnist sérstaklega
eins fundar; á honum voru 12 menn, og 7 af þeim voru
prestar. Eg held, að ef leitað væri atkvæðagreiðslu með
prestum í Glasgow, þá mundu þeir nálega allir verða
með spíritismanum“.
„Mikill meirihluti þessara sambands-
funda er haldinn í heimahúsum, og af
því að þeim er haldið leyndum, er ókleift
að segja, hve margir í hverri stétt þjóð-
félagsins eru að verða spíritistar. Flestir þeirra presta,
fara dult meö
það.