Morgunn - 01.06.1932, Page 130
124
MOEGUNN
lega. Sum þeirra hafi þó tekið slíkar frásagnir, ef hann
borgaði þeim fyrir það eftir auglýsinga-taxta, og það
finst honum í meira lagi háðulegt, sem von er. Svo sem
til dæmis segir hann frá því, að kirkjublöðin hafi um
all-langan tíma flutt þá staðhæfing, að Sir Oliver Lodge
væri ekki andvígur kenningunni um upprisu jarðneska
líkamans. Blöðin hafa fagnað þessu og lagt kapp á að
breiða þetta út. Tweedale tók sér fyrir hendur að fá að
vita sannleikann í þessu efni og komst að raun um, að
í því var enginn sannleikur; Sir Oliver trúir ekki á upp-
risu hins jarðneska líkama. Hann ritaði þegar híutað-
eigandi blöðum og sannaði mál sitt, en öll neituðu þau að
birta leiðréttinguna.
Maðurinn Jan- síðastl. vetur hvarf maður
sem hvarf. héðan úr bænum. Fólk hans gekk að því
vísu, að hann hefði farið austur yfir fjall
og orðið úti á leiðinni. Miklar tilraunir voru gerðar til
þess að finna líkið; en þær urðu árangurslausar. Kona
hér í bænum, sem þekti þennan horfna mann, komst á
einn af þeim tilraunafundum, sem frú Guðrún Guð-
mundsdóttir hefir haldið í vetur að tilhlutun Sálarrann-
sóknafélags Islands. Sá fundur var haldinn 18. febr. Þær
þektust ekkert, frúrnar, höfðu aldrei sézt, sér vitanlega,
og frú Guðrúnu var engin vitneskja gefin um það, hverj-
ir væru væntanlegir á íundinn. Alt var bókað samstund-
is, sem á fundinum gerðist, svo að hér getur ekkert farið
milli mála.
Kviðlingurinn.
Þegar frú Guðrún var komin í sambands-
ástand, fór stjórnandinn að lýsa manni,
sem kæmi til aðkomukonunnar, og umhverfi hans, með-
an hann hefði átt heima úti í sveit. Lýsingin var svo
glögg, að frúin, sem henni var beint til, var ekki í nein-
um vafa um, að hún ætti við horfna manninn. Jafnframt
lýsingunum komu skilaboð frá þessum ósýnilega gesti
um hitt og annað, og þar á meðal vék hann að því, að
líkama hans vantaði. Stjórnandinn segir: „Hann er eitt-
hvað að tala um jarðnesku leifarnar. Hann segir, að það
hafi fleiri fengið þá gröf . . . Hann segir, að komi nokk-