Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 134
128
MORGUNN
mér finst verður þeirrar játningar), að eg trúi hinni
„spiritisku hypothesu": að oss birtist andi (eða andar)
liðinna manna, karla og kvenna; annaðhvort sjálfir, eða
á þann hátt, að boðin stafa frá þeim. Vísbendingarnar
eru að vísu alð ýmsu leyti kynlegar og stundum eins og
í sjá'lfsmótsögn. En að neita þeirra sannleiksgildi virð-
ist afar varúðarvert, þeim sem reyna sjálfir tilraunirn-
ar og sjá eða heyra til áreiðanlegra miðla. Guðm.
Hannesson, hinn æsti trúleysismaður, er umventur og
kominn, segir hann sjálfur, ,,inn á botn í Surtshelli“
þeirra Indriða og E. H.“
„Niðurstaðan er: Óumræðilegt nýtt ev-
OumræOilegt angeijum fyrjr mannkynið, hið hálfærða
evangelium. mannkyn með hinar mygluðu dogmur og
botnlausu vísindi náttúruspekinnar... Samt
er fjöldinn í flestum löndum ýmist fyrir utan þetta ev-
angelium eða spottar það, og vissir vísindamenn trúa
ekki, þótt taki á. Þó fjölga nú óðum þeir vitringar, sem
með eru. Hér á Norðurlöndum hefir hreyfingin þó lít-
inn þrótt enn, enda er þess engin furða, að slík óumræði-
leg nýlunda þurfi meir en einn mannsaldur til þéss að
vinna sér heil lönd, eða háskóla. En við skulum sjá eftir
100 ár“.
. Tíu árum síðar, þegar 9. áratugur síra
þrándurfnn11 M. J- er um Það bil hálfnaður, ritar hann
í sama anda: ,,Ertu vinur sálarrannsókn-
anna í Rvík? Eg vil þeir fari hægt og hyggilega, því nóg
er hafið að reka í og sambandið við hið þekta enn lítt
kunnugt, þótt framhald lífs og vitunda sé sannað — og
þó á dulrænan hátt, sem fælir suma, en fyllir aðra ljósi
og tápi — að hreyfingin verði að lokum einn meginþátt-
ur í ,,reconstruction“ siðmenningarinnar, það dylst mér
ekki. Seigasti gamli þátturinn, sem lengst verður götu-
þrándur, verður kirkjan“.