Morgunn - 01.06.1953, Page 19
MORGUNN 13
að hún væri í vist í húsi rétt hjá símstöðinni, og hún væri
nýkomin þangað.
Nú leið hálf klukkustund, beinlínis í ofvæni, en þá hringdi
síminn og stúlkan var komin í leitirnar. Hún lét spurn-
ingum rigna yfir mig: Hvemig veiztu, að ég er hér? Hver
gat sagt þér þetta? ....
Ég gat engu svarað öðru en því, að hún vissi, að stund-
um gæti ég brugðið mér í leit, ef mér lægi á. Stúlkan lét
fyrir mín orð tilieiðast að tala við manninn, en það bar
engan árangur.
Nú liðu enn tvö ár. Þá giftist maðurinn, og þegar ég sá
konuna, þekkti ég óðara konu þá, sem ég hafði séð við
hlið hans í skyggnisýn fjórum árum áður. En þá var sú
kona gift öðrum manni, en var síðan orðin ekkja, er hún
giftist þessum kunningja mínum. Ég sá þá konu aldrei
fyrr en eftir að hún var orðin gift þessum manni, þótt ég
,,sæi“ hana samt fjórum árum fyrr.
Mér hefur stundum fundizt þetta vera eitt allra dular-
fyllsta atvikið, sem borið hefur fyrir mig.
Guðrún Guðmundsdóttir
(sign.).
BALFOUR LÁVARÐUR,
(1848—1930), hinn frægi forsætisráðherra Breta, var um
langt skeið einn fremsti sálarrannsóknamaður sinna tíma.
Bæði hann, bróðir hans, Gerald Balfour lávarður, og hin
hálærða systir þeirra, frú Sidgewick, urðu forsetar Brezka
Sálarrannsóknafélagsins. Hann átti mikinn þátt í að rann-
saka víxlskeytin svonefndu, sem mörgum þykir geyma ein-
hverjar sterkustu sannanirnar fyrir framhaldslífinu, sem
kunnar hafa orðið.